Verulegt vanmat vegna flóðahættu um gervalla Evrópu

Flodhaetta EvropuVGH |  Samkvæmt nýjasta líkani sem hingað til hefur verið þróað má búast við aukinni eyðileggingu vegna flóða um alla Evrópu til ársins 2050.  Vísindamenn telja að árlegur kostnaður vegna flóða verði í kringum 23.5 billjón evrur um miðja þessa öld.  Um 2/3 skemmdir verði vegna verka og athafna mannsins en ekki loftslagsbreytinga.  Rannsóknin var birt í blaðinu Nature Climate Change.  Eitt stærsta vandamálið í Evrópu þegar kemur að áföllum vegna flóða er áhættumatið sjálft.  Þegar kemur að því að gera áhættumat vegna flóða þá gerir hvert og eitt land það fyrir sig á sinn hátt og nota til þess mismunandi aðferðir og líkön, allt öðru vísi en jafnvel næstu nágrannalönd.

Miklu meiri hætta steðjar að vegna flóða en hugmyndir eru um.  Brendan Jongman einn af höfundum rannsóknarinnar hjá VU Háskólanum í Amsterdam segir að augljóslega ef mikil flóðahætta er t.d. í Bretlandi þá er einnig mikil flóðahætta í Frakklandi og Hollandi ásamt hluta Þýskalands.  Hættan er vanmetin.  Í stað þess að líta til hvers og eins svæðis fyrir sig þá horfði rannsóknarteymið til yfir 1.000 evrópskra vatnasvæða.  Niðurstaðan var sú að mismunandi ár ná oft hættumörkum á sama tíma og ógna þannig heilli álfu.  Þannig að ef allt er tekið með í reikninginn þá er mikið vanmat þegar kemur að hættu vegna flóða.  Hættan er miklu meiri en við gerum okkur grein fyrir segir Mr. Jongman.  Teymið skoðaði gögn  frá árinu 2000 til 2012.  Af þeim upplýsingum má telja að árlegt tap vegna flóða í Evrópu sé í kringum 4.9 billjónir evra á ári.  Tilkynnt tap er um 4.2 billjónir evra.  Með því að nota sama kerfi metur rannsóknarteymið að árlegt tap árið 2050 verði 23.5 billjónir evra í Evrópu.

Með því að skoða skemmdir vegna sumarflóða í mið-Evrópu á síðasta ári en þá var kostnaðurinn 12 billjónir evra telur rannsóknarteymið að líkurnar á því að slíkt gerist árið 2050 hafi aukist úr því að vera einu sinni á 16 ára fresti í einu sinni á 10 ára fresti.  Vísindamennirnir segja að þetta sé í fyrsta sinn sem hægt sé að skoða heildarskemmdir vegna flóða um gervalla Evrópu.  Á meðan loftslagsbreytingar séu mikilvægur þáttur í þessu samkvæmt Brendan Jongman þá eru þeir ekki yfirgnæfandi samkvæmt líkaninu.  Um 2/3 eru vegna félags- og efnahagslegs vaxtar segir hann.  Fleira fólk býr nú á flóðasvæðum og tekjur aukast þar mikið.

Ekki er hægt að líta fram hjá loftslagsbreytingum og má búast við að tíðni atburða vegna þeirra aukist, flóð verði dýpri og nái yfir lengri tíma.  Með því að fjárfesta í flóðavörnum og flutningum fólks telja vísindamennirnr að stjórnvöld geti minnkað efnahagsleg áhrif.  Kostnaðurinn vegna skemmda við slík áföll er miklu meiri en kostnaður við forvarnir en valdið er hjá pólitíkusum segir Mr. Jongman.  Kostnaðurinn vegna slíkra fjárfestinga fellur strax en ávinningurinn af slíkum flóðavörnum er til framtíðar og gerist jafnvel ekki á tímbili þeirrar ríkisstjórna sem sitja nú við völd.  Í þessu felast því ekki endilega atkvæði fyrir pólitíkusa.

Fara á BBC hér