Fjórar nýjar manngerðar gastegundir ógna ósonlaginu – uppruni ókunnur

OsonlagidVGH | Vísindamenn hafa fundið fjórar nýjar manngerðar gastegundir sem valda eyðingu ósonlagsins.  Tvær af þessum tegundum aukast svo hratt að það er farið að valda áhyggjum á meðal vísindamanna.  Rannsóknin var birt í Nature Geoscience.  Almennar áhyggjur hafa hingað til verið vegna klórflúorkolefnis (CFC) gas sem bannað var um miðjan 8. áratuginn.  Uppruni þessara nýju gastegunda er hins vegar ráðgáta segja vísindamenn.  Ósonlagið sem ver okkur gegn útfjólubláum geislum sólarinnar liggur á bilinu 15-30 km ofan við yfirborð jarðar.  Geislarnir sem það ver okkur gegn eru hættulegir og valda krabbameini í fólki og ófrjósemi hjá dýrum.  Hinar nýju gastegundir eru hins vegar hulin ráðgáta þar sem ekki er vitað nákvæmlega hvaðan uppruni þeirra er og telja vísindamenn að mikilvægt sé að rannsaka það hið fyrsta.  Vísindamenn frá British Antarctic Survey þar sem gatið í ósonlaginu var fyrst uppgötvað yfir Suðurskautslandinu árið 1985.  Þeir fundu sönnun á sínum tíma um CFC gastegundina sem rannsökuð var nánar og kom í ljós að hún var víða notuð í ísskápum, frystikistum, hárspreyi og fleiru.  Með átaki um allan heim var hætt notkun CFC og í kjölfarið komu svokallaðir Montreal Protocol sem eru viðmið sem takmarka notkun.  Algjört bann við framleiðslu CFC varð síðan að veruleika árið 2010.

Nú hafa vísindamenn frá Háskólanum í East Anglia uppgjötvað sannanir fyrir fjórum nýjum gastegundum sem eyða ósonlaginu.  Þessar gastegundir komast hins vegar út í andrúmsloftið frá ókunnri uppsprettu ennþá sem komið er.  Þrjár af þessum tegundum eru úr hópnum CFCs en ein af þeim er hydrochlorofluorocarbon (HCFC) en það eyðileggur einnig ósonlagið.  Þessar gastegundir fundust ekki í andrúmsloftinu fyrir 6. áratuginn sem bendir sterklega til þess að þær séu tilbúnar af mannavöldum segir Dr. Johannes Laube.  Vísindamennirnir uppötvuðu gastegundirnar þegar þeir voru við rannsóknir á heimskautasvæðunum nánar tiltekið að rannsaka snjó.  Í þessum snjó má finna það sem er í andrúmsloftinu á hverjum tíma fyrir allt að 100 árum síðan.

Vísindamennirnir skoðuðu einnig nýlegri sýni og söfnuðu sýnum við Cape Grim in Tasmania.  Þeir meta það svo að um 74,000 tonn af þessum gastegundum hafi verið losuð í andrúmsloftið.   Tvær þessara tegunda í mjög miklu magni.  Þessi uppgötvun er áhyggjuefni þar sem þessar gastegundir eyðileggja ósonlagið segir Dr.Laube.  Við vitum ekki hvaðan þær koma eða út frá hverju og það þarf að rannsaka betur.  Mögulega koma þær frá einhverjum efnasamböndum við framleiðslu á skordýraeitri eða út frá upplausn hreinsiefna.  Það sem meira er að þrjú af þessum CFC efnum er mjög erfitt að uppræta eða tekur mjög langan tíma.  Það þýðir að þrátt fyrir að notkun væri strax hætt þá mun efnið vera í andrúmsloftinu í marga áratugi í viðbót.  Þessar fjórar gastegundir eru: CFC-112, CFC112a, CFC-113a og HCFC-133a.  CFC-113a var mikið notað við landbúnað í tengslum við skordýraeitur.

Aðrir vísindamenn segja að á meðan þessar gastegundir séu ekki orðnar óyfirstíganlegt vandamál þá sé mikilvægt að rannsaka og komast að því hvar uppruni þeirra liggur. Þessi rannsókn staðfestir að eyðing ósonlagsins er ekki einhver fortíðarvandi segir professor Piers Forster frá Háskólanum í Leeds.  Agnirnar sem nú fundust eru smáar en þrátt fyrir það þá verðum við að fylgjast endalaust með andrúmsloftinu og jafnvel allra smæstu ögnum sem geta komið svona aftan að okkur.   Af þessum fjórum tengdundum eru mestar áhyggjur af CFC-113a sem virðist aukast út frá einhverju.  Mögulega frá skordýraeitri í landbúnaði.  Við verðum að finna það og taka úr framleiðslu segir hann.

Nánar um Montreal Protocols hér
Fara á BBC hér