Örkin hans Nóa er sjálfbær fljótandi heimur

Birna_midjaAðalbjörg Birna Guttormsdóttir, líf-, umhverfis- og auðlindafræðingur / pistill  | Aleksandar Joksimovic og Jelena Nikolic eru frá Serbíu og hafa hannað Örkina hans Nóa sem er sjálfbær fljótandi heimur.  Sýn þeirra var að hanna öruggan og sjálfbæran heim sem væri hægt að nýta ef og þegar, náttúruhamfarir, heimsfaraldrar eða stríð muni eyðileggja heimili okkar.  Með Örkinni hans Nóa sem flýtur um heimsins höf, þá hafa Aleksandar og Jelena séð fyrir sér að mannkynið geti lifað af eftir heimsendir.  Borgin er hönnuð á hringlaga hátt með djúpum neðansjávar turnum sem gefa mannvirkinu jafnvægi. Fleiri borgir gætu svo verið tengdar saman með neðansjávarfestingum.

Borgin er drifin áfram með sólar- vind og sjávarorku og regnvatni er safnað saman af öllu yfirborðinu til nýtingar.  Neðansjávartúrbínur geta virkjað orku frá sjávarföllum og allt yfirborð er þakið tilbúnum kóral til að styrkja lífríki sjávar.  Hliðar mannvirkisins eru það háar að þær verja borgina fyrir hvössum vindum eða hamfarabylgjum (tsunami).  Ef um er að ræða fárviðri eða aðrar náttúruhamfarir er möguleiki fyrir íbúana að fara inn í einhvers konar loftfyllta hjúpa sem eru staðsettir inni í eyjunum til að bjarga sér frá lífshættu.  Hver Örk samanstendur af heimilum, skrifstofum, landbúnaðarlandi, friðlöndum fyrir dýr, orkuverum og útivistarsvæðum.

Meiri upplýsingar um verkefnið hér  og hér 

Mynd af Örkinni hans Nóa (ath. hægt að sjá fleiri myndir á linkunum hér að ofan)

Orkin hans Noa