Hentugra að eldislax sé í sérstökum sótthreinsuðum eldiskvíum – má ekki sleppa

eldislaxVGH | Sérfræðingar telja að hentugra sé að eldislax sé hafður í sérstökum sótthreinsuðum eldiskvíum sem kemur alfarið í veg fyrir að eldislax geti blandast við villtan lax.  Þetta er talið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir genablöndun sem veikir villta laxinn og hamlar því að hann komist af í villtri náttúru.  Ný rannsókn sýnir að eldislax og villtur lax er öðru vísin uppbyggður genalega séð.  Milljónir laxa sleppa frá fiskeldi árlega og þannig geta þeir komist í samneyti við villtan lax.  Þeir fjölga sér svo með villta laxinum sem hefur miður góð áhrif á hann.  Eldislax er slappari í að fjölga sér en sá villti samkvæmt nýrri rannsókn.  Hins vegar er sæði þeirra og egg með alveg jafna möguleika og mökunarmöguleikar þeirra geti vel batnað með tímanum í villtri náttúrunni.  Um 95% af öllum lax er eldislax og hafa aðstæður gert hann frábrugðinn villta laxinum sem er miðaður út frá heimkynnum sínum eða því vistkerfi sem hann lifir í samkvæmt Matt Gage vísindamanni frá Háskólanum í East Anglia´s school of biological sciences.

Eldislax vex mjög hratt, er árásargjarnari og ekki eins klár og villti laxinn þegar kemur að því að eiga við rándýr.  Þessir eiginleikar eru allt í lagi þegar verið er að framleiða mat á borðið en ekki fyrir stöðugleika í villtri náttúrunni.  Vandamálið er því að eldislaxinn sleppur út og blandast þeim villta.  Skýrsla sem nýlega var gefin út, kemur einmitt í kjölfarið á fréttum þess efnis að 150 þúsund eldislaxar sluppu frá Shetlandbýlinu þegar hvíar eyðilögðust í miklum veðurham.  Á undanförnum 10 árum hafa meira en tvær milljónir eldislaxa, að mestu með uppruna í Noregi, sloppið frá skoskum eldisstöðvum.  Margir sleppa líka þótt það sé ekki tilkynnt.  Skosk stjórnvöld fjármögnuðu rannsókn sem birt var á síðasta ári af Rivers and Fisheries Trust of Scotland sem leiddi í ljós að meira en fjórðungur af villtum laxi við vestur strönd Skotlands er í raun ræktaður lax af norsku kyni.  Don Stanford framkvæmdastjóri Global Alliance Against Industrial Agriculture segir að lax sem sleppur geti vel leitt til útdauða villra stofna.  Lausnin er einföld og það er að stoppa genablöndun við villtan lax með því að hafa ekki eldishvíar á sjó úti opnar fyrir veðrum og vindum.  Eldi í Skotlandi eru talið vera um 134 milljón punda virði á ári og skapar um 2.800 störf um allt landið.  Í janúar tilkynnit ráðherra Alex Salmon að það þyrfti að bæta framkvæmdina í þessum geira.  Rannsóknin var birt í Evolutionary Applications og var fjármögnuð af Natural Environment Reasearch Coucil og The Royal Society.

Fara á Scotsman hér