Mosi á Suðurskautinu endurlífaður eftir 1.530 ár

Visindamenn Sudurskaut _P.BoelenVGH | Breskir vísindamenn hafa náð sýnum af mosa sem hefur verið frosinn á Suðurskautslandinu í um 1.500 ár.  Þrátt fyrir að baktería hafi fundist sem er álíka gömul og þessi mosi, þá er nokkuð ljóst að hann er elsta planta sem hefur fundist svona og lifað.  Vísindamennirnir birtu rannsóknina í Current Biology.  Mosabreiður eru forvitnileg fyrirbæri á Suðurskautslandinu enda planta sem myndaðist fyrir þúsundum ára og lifnar við í stuttan tíma þegar sumars nýtur við á þessum slóðum.  Elstu mosabreiður eru um 5.000 ára gamlar og nýtast vel til vísindarannsókna á loftslagi fyrri tíma.  Vísindamenn hafa nýverið reynt að endurlífga frosinn mosa, en þeim hefur aðeins tekist að rækta upp efni sem hefur verið frosið í um 20 ár.

Vísindamenn frá British Antarctic Survey (BAS) og Háskólanum í Reading hafa nú tekið sýni sem virtust líflaus með öllu og gegnfrosin og komið þeim til lífs.  Plönturnar eru nú geymdar í hitakassa við 17°C  en þetta hitastig finnst í mosaplöntum á Suðurskautslandinu yfir sumartímann.  Eftir aðeins 3 vikur fóru nýjar plötur að vaxa.  Vísindamennirnir segja fjölda fólks hafi spurt hvort það sé eitthvað sérstakt sem þeir gerðu til þess að fá plönturnar til að vaxa á ný en þeir skáru plönturnar til helminga og settu í hitakassa.  Í raun var ekkert annað gert segja þeir.  Passað var að sjálfsögðu upp á að engin mengun kæmist að plötunum frá öðrum lífsformum. Niðurstöður kolefnisgreiningar benda til þess að aldur plantnanna sé um 1.530 ár.  Þetta eru elstu plöntur sem hafa verið endurlífgaðar hingað til.  Á báðum heimskautasvæðunum er mosi mikilvægur vistkerfi svæðanna.  Þeir leika stórt hlutverk í að geyma kolefni sérstaklega á heimskautasvæðum.   Vísindamenn hafa nú áhyggjur af því að vegna hækkunar hitastigs í heiminum þá þiðna frosin svæði á heimskautasvæðum en það getur haft í för með sér að kolefnið fer aftur út í andrúmsloftið.  Prófessor Convey segir þetta ekki endilega áhyggjuefni, mestmegnis af mosa á norður heimskautinu sé dauður og kolefni leki því út í andrúmsloftið.  Hins vegar sé þessu öðru vísi farið á Suðurskautinu þar sem er hlýrra og blautara loftslag og mosinn þrýfist í raun vel.  Spurningin er því hve mikið þessi mosi getur vaxið vegna hækkandi hitastigs og hve mikið getur hann geymt af kolefni.

Vísindamennirnir telja að þessi uppgjötvun sýni svo ekki verði um villst að plöntur geti í raun lifað mun lengur en talið hefur verið.

Fara á BBC hér