Blautari tíð yfir vetrartímann eykur mengun í ám út frá landbúnaði – alþjóðlegt vandamál

Vetrarflod UKVGH |  Rannsóknarteymi frá Lancaster Háskóla í Bretlandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að auknar vetrarrigningar skoli meira af áburðarefni af jarðvegi yfir í ár.  Þetta hefur áhrif á vöxt eitraðra þörunga.  Rannsóknarteymið vinnur nú að því að áætla hve mikil mengun berst með þessum hætti frá landbúnaði.  Rannsóknin miðar að því að finna út hvernig loftslagsbreytingar og landbúnaður tengjast og hafa áhrif á vatnasvið.  Prófessor Philip Haygarth útskýrði að það væri í raun ekki aðeins ringningin sem valdi þessu vandamáli heldur hitastigið.  Þurr, heit sumur þýða að jarðvegurinn breytist og opnast vegna þurrka og þannig verða til farvegir fyrir vatn til að flæða um.  Við erum þannig að rannsaka framtíðaráhrif og notum til þess loftslagslíkön til þess að sjá atburðina gerast en þannig getum við betur tekist á við þá í framtíðinni.

Bændur reyna að gera það sem þeir geta.  Verkefnið Nutrients in Catsments to 2050 inniheldur rannsóknir frá nokkrum stofnunum um allt Bretland og Wales ásamt frá Veðurstofunni Hadley Centre, Bangor Háskóla og Liverpool Háskóla.  Vísindamennirnir notuðu mælingar á vatnsgæðum með loftlagslíkönum.  Þetta hjálpar við að sjá framtíðarmynd af því hve mikinn áburð jarðvegurinn getur tekið í sig og hve mikið rennur bara í gegnum hann. Við verðum að nota allt það besta til þess að spá fyrir um framtíðina þegar kemur að landnotkun í landbúnaði og loftslagi sagði professor Haygarth.   Þetta þýðir að við getum spáð fyrir um vatnsgæði og hjálpað bændum að gera allt það sem þeir geta gert í fæðuframleiðslu.  Umhverfisstofnun í Bretlandi segir að nú séu um 25% af ám í Bretlandi og Wales með góð vatnsgæði.  Stofnunin segir að heilbrigði áa í Bretlandi hafi batnað verulega undanfarin 20 ár en það sé í mörg horn ennþá að líta. Við vitum að erfitt verður að mæta markmiðum Evrópusambandsins á komandi árum, þegar litið sé til þess að saga Bretlands er samofin af iðnaði, borgarframkvæmdum, uppbyggingu innviða samgangna, landbúnaði og fólksfjölgun.  Takmarkið er hins vegar jákvæður hvati til að koma ám í Bretlandi og Evrópu almennt í upprunalegt ástand.

Margir bændur fóru illa út úr síðustu vetrarflóðum.  Talsmaður Umhverfisstofnunar í Bretlandi segir að rannsóknir varðandi landbúnaðinn séu forgangsmál enda mikilvægar.  Þrátt fyrir að rannsóknarsvæðið sé afmarkað segir prófessor Haygarth niðurstöðurnar nýtast öðrum löndum því þetta vandamál sé alþjóðlegt.  Mjög erfitt er að hafa stjórn á þessum þáttum en bændur reyna hvað þeir geta að aðlagast.

Fara á BBC hér