Meiri hætta vegna loftslagsbreytinga en áður. Drög að nýrri loftslagsskýrslu IPCC

IPCC skyrsla 2014VGH | Vísindamenn ásamt opinberum embættismönnum munu hittast í Japan til að koma sér saman um skýrslu vegna áhrifa hækkunar hitastigs í heiminum.  Meðlimir frá Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) munu gefa út fyrstu uppfærslu á hættumati sem birst hefur í 7 ár.  Í gögnum sem þegar hafa lekið út kemur fram að gert er ráð fyrir gríðarlegum áhrifum á efnahag, fæðuframboð og öryggi.  Aðrir segja þetta orðum ofaukið. Þetta verður önnur skýrsla af þremur um ástæður, áhrif og lausnir á loftslagsbreytingum frá teymi sem samanstendur af fremstu sérfræðingum í heiminum.

Í Stokkhólmi í september síðastliðinn kom fram úrtekt á eðlilsfræðihluta loftslagsbreytinga en þar var verið að ræða um raunveruleika þessara breytinga og athafnir mannanna væru aðal orsökin fyrir þeim. Nú í Yokohama kemur út önnur skýrsla IPCC sem fjallar um áhrif af hækkun hitastigs á mannfólkið, dýr og vistkerfi og nær yfir heila öld.

Vísindamenn og opinberir embættismenn munu koma sér saman um nákvæmt orðalag í skýrslunni á næstu 5 dögum en hún verður gefin út næstkomandi mánudag.  Úrdrátturinn er stutt og hnitmiðað skjal þar sem tekin eru saman niðurstöður 30 kafla en hver og einn fjallar um ákveðið mat byggt á rannsóknum sem gefnar hafa verið út síðan 2007.  Drög af samantektinni sem lekið hafa út benda til þess að áhrifin séu mjög neikvæð og í sum hver óafturkræf.  Milljónir manna sem búa á strandsvæðum í Asíu munu upplifa flóð og landmissi. Drögin segja frá því að uppskera um allan heim muni minnka um allt að 2% á hverjum áratug út þessa öld.  Ef hækkun hitastigs verður 4°C í lok aldarinnar verður fæðuöryggi verulega ógnað jafnvel þótt einhver aðlögun eigi sér stað.  Í úrdrættinum segir einnig að veruleg hætta sé fyrir íshellu heimskautasvæðanna sem og kóralrif.  Þeir vara við því að höfin verði súrari um leið og hitastig þeirra hækki og tegundir færi sig nær pólsvæðum til að flýja hita.

Vísindamenn segja að í skýrslunni þá sé horft á allt í víðu samhengi en síður horft til sérstæðra atburða.  Þessi skýrsla sé mun nákvæmari en áður hafi þekkst.  Aðrir vísindamenn segjast ekki ánægðir með drögin.   Prófessor Richard Tol sem er hagfræðingur við Háskólann í Sussex hefur farið fyrir kaflanum um efnahag.  Hann hefur til að mynda beðið um að nafn hans verði fjarlægt þar sem hann er allt annað en ánægður með drögin.  Hann segir að skilaboð fyrsta uppkastsins af drögunum hafi sagt skilaboðin þau að með snjöllum lausnum og aðlögun væri hægt að ráða við breytingarnar en það þýddi þó að við þyrftum að taka okkur verulega á.  Þessi setning hefur nú verið fjarlægð úr drögunum og hún fjallar öll um áhrif breytinga hitastigs og er í raun dómsdagsspá.

Gagnrýnendur segja að sum af áhrifunum séu áhyggjuefni svo sem eins og áhrif á fólksflutninga vegna loftslagsbreytinga.  Pófessor Tol segir að í drögunum sé mjög vitlaus yfirlýsing þar sem segir að fólk sem búi á átakasvæðum séu viðkvæmari fyrir loftslagsbreytingum sem hann hafi ekki trú á.  Ef þú hins vegar spyrð fólk í Sýrlandi hvort það hefur meiri áhyggjur af efnavopnum eða loftslagsbreytingum þá held ég að þau muni svara því til að efnavopn valdi þeim meiri áhyggjum segir hann.

Dr. Arthur Petersen yfirmaður vísindateymis frá Hollandi, segir mögulega drögin sýna of mikla hættu en hann starfar hjá Umhverfismatsstofnun Hollands sem kynnir niðurstöður á Yokohama.  Hann segir að þurft hafi að meta öll áhrif sem mögulega stafi frá hlýnandi heimi. Eðlisfræðiteymið – Group I, vill ekki segja þetta þannig að hættan sýnist of mikil.  Group II  vill fara í hina áttina og koma fram með hætturnar segir hann.  Í skýrslunni þá segja vísindamenn hug sinn og hvernig þeir líta á hættuna enda eru þeir fremur hættumiðaðir vegna þess að þeir horfa fremur til hættunnar en tækifæranna.  Skýrslan leggur mun meiri áherslu á aðlögun en sú síðasta sem kom út árið 2007.  Samkvæmt þeim sem þekkja vel til texta skýrslunnar fjallar hún fremur um að ná tökum á áhættunni en ekki að bíða og sjá hvort hlutirnir muni versna.  Við munum ramma málefni loftslagsbreytinga upp á víðtækari hátt en áður segir Dr. Petersen. Þetta er ekki endilega dauðadómur heldur viðbót á vandamál þeirra landa sem nú þegar eru að lenda í vandamálum vegna loftslagsbreytinga.

Fara á BBC hér