Grænir dagar í HÍ – sjálfbærar borgir

GaiaHIUmhverfisfréttir vekur athygli á Grænum dögum á vegum Gaia nemendafélags mastersnema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.  Yfirskriftin að þessu sinni er „sjálfbærar borgir“.  Grænir dagar eru opnir almenningi og fjöld skemmtilegra og fróðlegra uppákoma og fyrirlestra í boði.  Opnunarviðburðurinn er á laugardaginn næstkomandi þann 29.mars kl.20:30 en þá er jarðartími.  Þá verða ljósin á aðalbyggingu Háskólans slökkt og fólk safnast saman ásamt milljónir annarra í öðrum löndum um gervallan heim og nýtur myrkursins.  Síðan verður aðalbyggingin lýst grænum ljósum og þar með verða Grænir dagar 2014 settir.

Formleg dagskrá hefst síðan þriðjudaginn 1.apríl og verður alla vikuna til og með 5.apríl.  Umhverfisfréttir vekur athygli á því að tveir af umhverfispennum síðunnar koma fram á Grænum dögum Gaia þau Karl Benediktsson prófessor í mannvistarlandfræði við HÍ og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir sérfræðingur í sjálfbærni.

Við viljum hvetja alla sem áhuga hafa, til að mæta á Græna daga en dagskrána má nálgast hér