Stutt í birtingu nýrrar loftslagsskýrslu – vandi heimsins er núna

Loftslagsbreytingar_AFPVGH | Samningaaðilar í Yokohama unnu í alla nótt að því að ljúka skýrslu um lykilatriði er varða áhrif vegna loftslagsbreytinga.  Undir liggur 29 blaðsíðna úrdráttur þar sem listuð eru upp áhrif loftslagsbreytinga á jörðina á næstu 100 árum.  Nokkur hundruð meðlimir loftslagshóps Sameinuðu þjóðanna hafa verið í þrotlausri vinnu síðan á þriðjudaginn s.l. og unnið langt fram á kvöld.  Skýrslan er fyrsta mat sem kemur út síðan 2007.

Mun skarpari sýn er nú höfð á það sem hægt er að gera til þess að lágmarka hættuna.  Hópurinn tók sér rétt smá hlé á meðan Jararðtíminn var en síðan var haldið áfram.  Skýrslan er önnur af þremur gerð af alþjóðlegu rannsóknarteymi.  Sú fyrsta var gefin út í september s.l. þar sem komu fram helstu atriði varðandi loftslagsbreytingar og útskýrt var hvað hitastig er í raun og veru og þá staðreynd að það er drifið áfram af mannavöldum.  Þessi nýja skýrsla sem nú er sett saman í Japan mun koma fram með smáatriði er varða áhrif og viðkvæmni heimsins vegna hækkunar hitastigs næstu öldina.  Þar mun einnig koma fram hve mikið við getum dregið úr þessum áhrifum með því að aðlaga okkur.

Nokkrar útgáfur af skýrslunni hafa þegar lekið út en lokaeintakið verður ekki birt fyrr en allir vísindamenn og ríkisstjórnir eru sammála um innihaldið.  Það má búast við miklum breytingum miðað við það sem kom út árið 2007.  Nú liggja fyrir mun fleiri athuganir, mun meira af vísindalegum rannsóknum á áhrifum vegna hækkunar hitastigs á bæði mannfólkið og aðrar tegundir sem við deilum jörðinni með.  Tveir nýjir kaflar eru nú þar sem fjallað er mjög nákvæmt um áhrif á höfin. Við höfum svo miklu meiri upplýsingar núna segir Dr. Chris Field sem er aðstoðarformaður vinnuhópsins á bak við skýrsluna.  Við höfum miklu skarpari sýn á þessa hluti og hvað hægt er að gera til úrbóta og til þess að draga úr þessum áhrifum.

Allar líkur eru á því að í skýrsluni komi fram að áhrif loftslagsbreytinga hafi víðtæk áhrif um allan heim.  Hvort sem um ræðir bráðnun jökla, dauðsföll eða áhrif vegna mikilla rigninga þá mun koma fram að raunveruleg áhrif vegna hækkunar hitastigs eru að gerast hér og nú.  Á næstu 20-30 árum eru nokkur mikilvæg atriði sem vega þungt sem við getum lítið gert til að breyta eða komast hjá.  Þetta er t.d. hætta fyrir ákveðin einstök kerfi jafnvel þótt aðeins hækki um 1°C.  Hætta vegna öfga í veðrum þar með talið hitabylgjur og flóð miðað við 1°C hækkun.

Þegar litið er til 2°C hækkunar þá er veruleg hætta á heimskautasvæðum og fyrir kóralrif.  Skýrslan mun að öllum líkindum fremur efast um ávinninginn af hækkun hitastigs á landbúnað.   Búist er við því að þar standi að búist sé við 2°C hækkun á áratug næstu öldina á sama tíma og mannfjölgun er mjög mikil.  Það er því mun meira um landbúnað í þessari skýrslu í samhengi við breytt loftslag og byggt er á útreikningum og rannsóknarlíkönum.  Vísindin um uppskeru og þá sérstaklega fæðuöryggi er miklu ýtarlegri nú.  Dregin er upp mun meiri flóðahætta fyrir fólk sem býr í Asíu en það er mjög viðkvæmt svæði.  Í skýrslunni er komið inn á áhrif á heilsu fólks og hvernig dauðsföllum fjölgar með hækkun hita og hvernig tegundir í heiminum mun mögulega bregðast við og færa sig nær pólsvæðunum.

Fisktegundir munu færa sig til og sumar þeirra verða fyrir miklum áhrifum og fólk sem treystir á þær vegna fæðu verður að finna sér aðra tegund af proteini.   Hættan sem verður undirstrikuð þegar kemur að höfunum er sú staðreynda þau eru að súrna og það hefur áhrif á öryggi fólks og fólksflutninga.   Skýrslan undirstrikar einnig líkleg áhrif miðað við mismunandi hækkun hitastigs á mismunandi svæðum í heiminum þ.e. miðað við 2°C  og 4°C og hærra.  Einnig er litið til þess hvernig fólk og líffræðilegur fjölbreytileiki getur aðlagað sig að loftslagsbreytingum.   Aðlögun er lykilatriði í skýrslunni þar sem sýnt er nákvæmlega það sem flokkast sem mjög mikil hætta og það sem getur dregið úr henni ef nauðsynleg skref eru tekin.

Heilt yfir eru loftslagsbreytingar sú hætta sem steðjar að fólki nú og í nánustu framtíð.  Þetta snýst um að finna út hvað er gáfulegast og áhrifaríkast að gera.

Fara á BBC hér