Heimsbyggðin þarf Plan B í loftslagsmálum segir skýrsla IPCC

loftslagsbreytingarVGH | Búast má við því að heimsbyggðin þurfi Plan B í loftslagsmálum þar sem stjórnmálamönnum hefur mistekist að minnka kolefnisútblástur samkvæmt skýrslu Sameinuðu þjóðanna.  Stjórnvöld verða að minnka magnið mun hraðar á seinni helmingi aldarinnar til þess að það sé einhver möguleiki að ráða við loftslagsbreytingar.  Ef stjórnvöldum mistekst aftur þá sitjum við uppi með CO2 í andrúmsloftinu.  Mögulega væri hægt að fanga CO2 við viðarbruna og gas gæti verið geymt í gróti neðanjarðar. Í leka úr skýrslu Sameinuðu þjóðanna segir að tækni til þess að farga kolefnisdíoxíð sé ekki einu sinni komin á þann stað að hún hafi verið prufuð.  Höfundar skýrslunnar vara við því að sú aðgerð að fjarlægja kolefni úr andrúmslofti gæti mætt andstöðu almennings og ef slík aðgerð mistekst þá getur það skemmt skóga og vistkerfi.

Í lokaútgáfu skýrslunnar fyrir Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) kveður við nýjan tón raunveruleika þess að stjórnvöldum hefur ítrekað mistekist að ná markmiðum sínum í framkvæmd þegar kemur að loftslagsmálum.  Í skýrslunni er varað við því að ná þurfi settu marki fyrir 2030.  Vegna athafna mannsins hefur CO2 þrefaldast í útblæstri síðan 1970 og dregið hefur úr útblástri alltof hægt.  Sérfræðingar ráðleggja stjórnvöldum að það sé ódýrara fyrir alla að draga úr gróðurhúsalofttegundum fyrir árið 2030 ef á að ná því markmiði að halda hlýnun undir 2°C við lok aldarinnar.  Mörg lönd virðast skorta þessa vitneskju sem og viljann til þess að ná niður útblástri.

Talsmaður Greenpeace segir að þessi nýja skýrsla nái yfir þá valkosti sem við stöndum frammi fyrir.  Það er ekki of seint ennþá og við getum ennþá komist hjá verstu áhrifunum af hnattrænni hlýnun en aðeins ef hrein umhverfisvæn orka og tækni tekur við sem er laus við kolefnismengun.  Því lengur sem við bíðum því dýrara verður það.  Því fyrr sem við bregðumst við, því ódýrara verður það.

Bob Ward frá LSE´s Grantham Institute segir að það sé orðið krefjandi að ná ætluðu takmarki árið 2100.  Við erum í miklu verri stöðu mengunarlega séð en við vorum fyrir 7 árum síðan.  Vegna þess hve lítið hefur í raun verið gert verðum við að skoða það að framkvæma skrefin hraðar framvegis til þess að halda okkur undir 2°C hækkun.  Sumir telja það ekki rétt að leyfa stjórnvöldum að setja fram skammtíma markmið í þessum málum.  Skýrslan segir að útblástur CO2 fari trúlega yfir 450ppm í kringum 2030.  Það bætir í það sem stjórnvöld lofuðu á loftslagsráðstefnu í Kaupmannahöfn og Cancun.  Útbreiðsla grænnar orku þarf að þrefaldast ef ekki fjórfaldast til ársins 2050, miðað við það sem var árið 2010 segir í lokaskýrslunni.  Seinkun þess að minnka útblástur fyrir 2030 mun auka á vandann við að ná CO2 að öryggismörkum fyrir lok aldarinnar.

Fara á BBC hér