Niðursveifla í fjárfestingum á endurnýjanlegri orku 2013

solarorkaVGH | Fjárfestingar féllu út um allan heim í endurnýjanlegum orkugjöfum eða um 14% árið 2013 þrátt fyrir að rafmagn sem framleitt er þannig hafi aukist.  Samkvæmt nýrri skýrslu þá fell fjárfesting annað árið í röð vegna ódýrari tækni en einnig vegna óvissu um orkustefnu almennt.  Notkun endurnýjanlegra orkugjafa jókst hins vegar úr 7.8%  af heildinni árið 2012 í 8.5% árið 2013.  Af endurnýjun ýmissa orkugjafa nam slík orka 43.6% árið 2013.  ´

Skýrslan “Global Trends in Renewable Energy Investment 2014” var kynnt af United Nations Environment Programme (Unep) ásamt fréttaveitunni Bloomberg en þar er sérstaklega fjallað um fjárfestingar í orkugeiranum.

Einn af skýrsluhöfundum Eric Usher hjá Sameinuðu þjóðunum lýsti árinu 2013 sem mjög mislitu ári í endurnýjanlega orkugeiranum.  Um ástæðuna á bak við fall í fjárfestingum á þessu sviði sagði hann að einn höfuðþátturinn væri fall í kostnaði við tæki.  Annar neikvæður þáttur sem þetta snertir er óöryggi sem fjárfestar finna fyrir en þeir seinka fjárfestingun sínum að virðist vera.  Mr. Usher segir að þetta fall í kostnaði í tækninni sér í lagi sólarorkutækni hafi valdið því að sum stjórnvöld hugsi með sér að þau séu búin að vera að greiða of mikið fyrir þessa tækni.  Þjóðir eins og Þýskaland hafi aðlagað sig mjög fljótt en aðrar þjóðir ekki náð sér á strik í þessum efnum og þannig verða fjárfestar óöryggir.  Hann útskýrði að fyrir mörgum árum þá hafi framboð verið mun meira en eftirspurnin og þar með hafi hagnaður minnkað hjá fyrirtækjum.  En lægri kostnaður hafi hins vegar aukið framleiðni og stöðugleika á mörkuðum og fyrirtæki hafi aftur náð sér á strik.  Mr. Usher sá mörg jákvæð teikn á lofti árið 2013 t.d. þá staðreynd að endurnýjanlegi orkugeirinn í mörgum löndum sérstaklega í Suður Ameríku jókst algjörlega án aðstoðar frá stjórnvöldum.   Í fyrsta sinn árið 2013 þá jók Kína notkun sína á endurnýjanlegri orku umfram jarðefnaeldsneyti.  Það er gott þegar svo stór markaður tekur þessu alvarlega segir Mr.Usher.

Framkvæmdastjóri Unep Achim Steiner segir að til langstíma sé mikilvægt að fjárfestingar fari yfir í hreina orku til þess að aðlagast breyttum aðstæðum vegna loftslagsbreytinga.  Orkugeirinn er um 2/3 hlutar af vandamálinu þ.e. vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda.  Staðreyndin er sú að endurnýjanleg orka er að verða stærri þáttur en áður en við þurfum að endurmeta fjárfestingar og láta slíkar fjárfestingar ganga fyrir.  Einnig þarf að bæta uppbyggingu stjórnvalda í þessum geira segir hann.

Fara á BBC hér