Græn sýn stjórnvalda í Þýskalandi út á við, ekki endilega það sem er framkvæmt

kolavinnsla í þyskalandiVGH | Hin græna framtíðarsýn í heiminum virðist fremur fjarlæg þegar skyggnst er inn í hjarta einnar stærstu kolanámu Þýskalands.  Á meðan vísindamenn og opinberir embættismenn eru í Berlín að undirbúa næstu skýrslu frá Alþjóðasamtökum Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) er þessi jarðefnaeldsneytisiðnaður landsins á fullu eins og alla aðra daga.  Búist er við að skýrslan komi fram með valmöguleika til að breyta úr orkugjöfum sem menga gróðurhúsalofttegundum yfir í hreinni orku eins og vind- og sólarorku.  Áætlun Þjóðverja miðar að því að skipta út orkugjöfum þannig að um 80% orkunnar komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum árið 2050.  Suður af Berlín liggur héraðið Lausitz þar sem kolanáman Welszow-South er en þar eru vélar á stærð við skrifstofubyggingar sem spúa út eiturefnum og draumurinn um græna framtíð virðist afskaplega fjarlægur.

Surtarbrandur sem einnig þekkist sem brún kol er eitt það skítugasta efni og mest mengandi af öllu eldsneyti.  Þetta efni er þó notað í allt að 26% af rafmagni í Þýskalandi.  Ef svo bætt er við öllum þeim svörtu kolum sem landið nýtir þá kemur í ljós að um helmingur alls rafmagns í Þýskalandi kemur frá uppsprettu sem loftslagssérfræðingar mæla hvað mest á móti og telja að hætta þurfi notkun á.  Áskorunin er því sú að í augnablikinu eru kol ódýr og auðveld lausn og skapa þúsundir starfa í námuvinnslu og því styðja stjórnvöld við þennan iðnað.  Fyrir land sem leggur stolt sitt í að sýna fram á græna forystu út á við og heldur IPCC fundi og ráðstefnur er þó erfitt að sjá að framkvæmdir fylgi orðum í þessum efnum.   Þýskaland er í þeirri furðulegu stöðu að vera stærsti framleiðandi sólarorku en einnig kolavinnslu úr surtarbrandi.  Dökk hamrabeltin af brúnum kolum ná langar leiðir og líta nú dagsins ljós eftir myndum sína úr votu skóglendinu sem lá meðfram ströndum Norðursjó fyrir 17 milljónum ára. Myndunin minnir á að inni í kolunum er gríðarlegt magn kolefnis sem trén og jarðvegurinn tóku í sig úr andrúmslofti en til þess eins að leysa það nú út aftur.

Þessi kolanáma er ein af mörgum sem rekin er af sænska ríkinu í gegnum fyrirtæki sem kallast Vattenfall og framkvæmdastjórn talar stolt um góðar horfur fyrirtækisins.  Að viðbættum þeim surtarbrandi sem áætlað er að vinna er talað um önnur 1.6 billjón tonn sem hafa verið samþykkt til framtíðarvinnslu á aðeins þessu eina svæði og eftirspurnin er mikil.  Framkvæmdastjórinn Uwe Grosser er hógvær en svarar því til að framtíðin verði aldrei án kola þar sem fyrirtækið er nauðsynlegt til þess að til sé næg orka, aðrir einfaldlega geta það ekki segir hann hvort sem um ræðir sólar- eða vindorku eða aðra endurnýjanlegar orkuauðlindir.  Áður voru sagðar fréttir af fyrirtækinu Vattenfall sem þá var í öðrum aðstæðum því þá var fyrirtækið að byggja risa vindorkubúgarð við strendur Cumbria.  Kolavinnsla fyrirtækisins hefur legið fremur lágt í umræðunni undanfarna öld.

Patrick Graichen hjá Agora-Energiewede sem sækist eftir því að byggja orkuver telur að annað komi í staðinn fyrir kol í framtíðinni.  Það er þó erfið áskorun þar sem stjórnmálamenn hafa hingað til aðeins horft til þess að taka út t.d. kjarnorku en ekki horft til kolaiðnaðarins sem er þó það sem þarf að gera.  Þetta verður erfitt því álfan reiðir sig á rafmagn frá kolum. Í augnablikinu er því mikil eftirspurn segir hann.  Lítla þorpið Proschim er við það að fá nýja kolanámu gegn vilja þorpsbúa, en mörg þorp vilja opna kolanámu.  Þorpsbúar í Proschim hafa þó allt aðra áætlun því þar eru um 40 hús af 120 húsum knúin með sólarorku, vindmillur á ökrum í kring og bændur hafa byrjað að endurvinna úrgang og framleiða lífefnaeldsneyti.  Hagen Rosch og hans skyldmenni hafa búið í þorpinu í meira en öld en hann segir að þessi uppbygging græns þorps sé í raun öfugt við þá stefnu sem alþjóðleg stjórnvöld framfylgja.  Svo stór kolanáma mun eyðileggja náttúruna, þorpið, húsin og líf fólks hér segir hann.  Við framleiðum og notum græna orku og framleiðum lífefnaeldsneyti, kol er gamaldags orkuframleiðsla og slík fortíðarhugsun mun eyðileggja Proschim.

Þannig að á meðan loftslagshópur Sameignuðuþjóðanna kortleggur græna orkukosti og Þýskaland reynir að koma þeirri sýn í framkvæmd, gæti Proschim í raun verið fyrirmynd fyrir framtíðina.

Fara á BBC hér