Íslenskur landfræðingur Guðrún Gísladóttir prófessor hlaut Wahlberg gullorðuna

Gudrun Gisla orduveitingÍ gær hlaut íslenskur landfræðingur, Guðrún Gísladóttir, prófessor við Háskóla Íslands, Wahlberg gullorðu sænska mann- og landfræðisambandsins vegna framlags til vísinda á sviði loftslagsmála, ásamt prófessor Comton James Tucker.  Guðrún er 28. manneskjan til þess að hljóta slíka orðu.  Athöfnin var haldin í konungshöllinni í Stokkhólmi en sænski konungurinn veitti Guðrúnu orðuna.  Guðrún hlaut Wahlberg gullorðuna fyrir framlag sitt til vísinda og rannsóknir á sviði landeyðingar vegna loftslagsbreytinga og hningnun lands.  Comton James Tucker hlaut Vega gullorðuna fyrir sitt framlag til vísinda á sviði loftmynda.

Það er alltaf heiður fyrir íslenskt samfélag þegar vísindamaður er sæmdur slíkri viðurkenningu og óska Umhverfisfréttir Guðrúnu Gísladóttur innilega til hamingju.

Ritstjórn Umhverfisfrétta

Sagt er frá orðuveitingunni á síðu sænska mann- og landfræðisambandsins hér