Loftmengun í Asíu styrkir storma yfir Kyrrahafi – áhrif á veðurkerfi heimsins

Mengun í KinaVGH | Loftmengun í Kína og öðrum Asíulöndum hefur áhrif langar leiðir og til dæmis á veðurmynstur um gervallt norður heimskautið samkvæmt nýrri rannsókn.  Vísindamenn hafa fundið út að mengun styrkir vinda yfir Kyrrahafinu sem aftur hafa áhrif á veðurkerfi í öðrum heimshlutum. Merstu áhrifin eru yfir vetrartímann.  Rannsóknin var birt í Proceedings of the National Academy of Sciences (PNAS).  Aðalhöfundurinn Yuan Wang frá Jet Propulsion Laboratory við Institute of Technology í Kaliforníu segir að áhrifin séu nokkuð áhrifarík.  Mengunin leiðir til þykkari og hærri skýja og meiri úrkomu.

Hlutar Asíu hafa hvað mesta mengun í heiminum.  Í höfuðborg Kína, Beijing, er mengunin oft við hættumörk og útblástur í indversku borginni Delhi er oft við viðmiðunarmörk World Health Organization (WHO).  Þetta hefur slæmar afleiðingar fyrir heilsu fólks á svæðinu en einnig eru alltaf meiri og meiri gögn að koma fram sem benda til að áhrifin séu víðtækari.  Til þess að rannsaka þetta hafa vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kína notað tölvulíkan sem líkir eftir áhrifum af mengun í Asíu á veðurkerfin.  Rannsóknarteymið komst að því að smágerðar mengunaragnir fjúka í átt til norður Kyrrahafsins þar sem þær blandast saman við vætu í loftinu.  Vísindamennirnir telja þetta hafa þau áhrif að ský vaxa hraðar sem aftur veldur öfgum í veðri yfir sjó.  Dr. Yuan Wang segir að stormar á Kyrrahafi spili mikilvægt hlutverk í hringrás heimsins og því hafi mengun frá Asíu áhrif á veðurmynstur í öðrum heimshlutum yfir vetrartímann.  Sérstaklega yfir Norður Ameríku. Prófessor Ellie Highwood, loftslagssérfræðingur hjá Háskólanum í Reading segir að nú séum við að verða meira vör við mengun í andrúmslofti sem hefur bæði áhrif staðbundið þar sem mengunin er yfir heilu álfunum og víðar.  Áhrifin breiðast svona út til annarra svæða heimsins og þetta er gott dæmi um slíka atburðarrás.  Það hefur einnig komið fram að agnir yfir Norður Atlantshafi hafi áhrif á veður yfir Norður Atlantshafi, en þessar agnir hafi síðan áhrif á hringrás um allan heim.

Fara á BBC hér