Umhverfisfréttir óska lesendum gleðilegrar páskahátíðar

páskarkaninurNú er páskahelgin hafin og Umhverfisfréttir fer í páskafrí.  Við viljum óska lesendum okkar gleðilegra páska með von um að allir njóti helgarinnar og komi heilir heim.

Með páskakveðju frá ritstjórn

 

Smá fróðleikur um páskana

Orðið páskar kemur upphaflega af hebreska orðinu pesah sem þýðir að fara framhjá eða ganga yfir.  Pascha er úr latínu og er sameiginlegt heiti á einni af aðalhátíðum gyðinga og mestu hátíð kristinna manna.

Páskar eru taldir eiga uppruna sinn í útförinni af Egyptalandi, Exodus þegar Móses leiddi Ísraelsmenn úr ánauðinni hjá faraó, gegnum Rauðahafið og eyðimörkina í átt til fyrirheitna landsins.  Samkvæmt Mósesbók segir að Guð hafi sagt Móses að hann ætli af fara um gervalt Egyptaland og deyða alla frumburði í Egyptalandi bæði menn og fénað svo að faraó sleppti gyðingum úr landi.  Til þess að Guð gæti þekkt hverjir væri gyðingar var þeim uppálagt að slátra lambi og dreifa blóði þess á dyrastafi heimila sinna.  Þess vegna hefur Pesah verið þýtt sem framhjá eða framhjáganga.

SidastakvoldmaltidinPáskar eru almennt mesta hátíð í kirkjum og er tilefnið upprisa Jesú en kristnir menn trúa því að hann hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi eftir að hann var krossfestur á föstudegi, en handtöku hans bar upp á páskahátíð gyðinga.  Ekki er ljóst hvenær kristnir menn fóru að halda upp á páskana en í frumkristni var sunnudagurinn haldinn heilagur til minningar um upprisu Jesú.  Samkvæmt Socrates sem fæddur var árið 380 hófu kirkjudeildir að halda upp á páskana á einstaka svæðum en samkvæmt honum héldu hvorki Jesú né postularnir upp á páska frekar en aðrar hátíðir.  Talið er að páskahátíðin hafi fest sig í sessi strax á 2.öld

Í kaþólsku krikjunni var sá siður að fasta í 40 daga fyrir páska sem upplifun á píníngu og píslarvætti Jesú og er sú fasta kölluð langafasta.  Rétttrúnaðarkirkjan heldur ennþá í þennan sið en fastan felst í að ekki má neyta kjötmetis.  Þremur dögum áður en fastan hefst er haldin hátíð sem nefnist kjötkveðjuhátíð og er mikil hátíð í mörgum kaþólskum löndum.  Fyrsti dagur föstunnar er öskudagurinn en á þeim degi voru trúaðir blessaðir í krikjunni og fengu krossmak á ennið.  Fimmti dagurinn í föstunni er kallaður boðunardagur Maríu þ.e. þegar María mey fékk boð frá Gabríel erkiengil um að hún væri barnshafandi og mundi fæða son Guðs.  Síðasta vikan fyrir páska er síðan nefnd dymbilvika eða kyrravika á íslensku og er helg vika.  Hún hefst með pálmasunnudegi en þá reið Jesú á asna inn í Jerúsalem til að halda páska gyðinga við fögnuð margra og hann var hylltur sem konungur og frelsari.  Á fimmtudeginum borðaði Jesús með lærisveinum sínum máltíðina sem nefnd hefur verið síðasta kvöldmáltíðin.  Þessi fimmtudagur er nefndur skírdagur en þá þvoði Jesús fætur lærisveina sinna fyrir máltíðina.  Orðið skír í skírdagur merkir í raun hreinn.  Föstudagurinn langi snýst síðan um sakfellingu Jesú, krossfestingu hans og dauða.  Á sunnudeginum, páskadeginum tók María Magdalena og María móðir Jakobs eftir því að Jesús var ekki lengur í gröfinni og hafði risið upp frá dauðum.  Þess vegna fagna kristnir menn á páskadag og páskarnir eru þannig mesta hátíð kristinna manna og forsenda kristinnar trúar.