Þurfum við allt þetta plast?

Vilborg storVilborg G Hansen, landfræðingur / pistill |  Plastnotkun er almenn og við þekkjum flest okkar ekkert annað en að margflestir hlutir sem við notum eru úr plasti í hvers kyns formi.  Jafnvel  þótt við notum pappaumbúðir utan um matvæli er plastfilma í þeim.  Við notum plast-innkaupapoka, plast-barnadót, allskyns auglýsingadót pennar, lyklakippur o.s.frv.skrifstofudót eins og möppur, pennastatíf, heftarar o.s.frv. í eldúsinu eru flest box og ílát úr plasti ásamt flestum tækjum þar, eiginlega allt er úr plasti!  Gríðarlegt magn af plasti er því í öllu okkar rusli sem þarf að farga eða urða með einhverjum hætti.  Plast er hættulegt efni fyrir náttúruna og fæðukeðjuna í heild en eins og flestir vita þá trónum við á toppi hennar en við finnum okkur flest í náttúrunni til ætis. Öll efni sem leysast upp í náttúrunni blandast við náttúruna og verður fæða einhverra dýra og síðan manna.  Öll förgun og eyðing kostar sveitarfélögin og þar með okkur sjálf mikla fjármuni.  Enn meiri fjármunir munu trúlega fara í heilbrgiðismál framtíðarinnar vegna plastmengunar sökum lifnaðarhátta okkar og efnisvals framleiðenda í neysluvörur.

Það er oftast þannig að maður fer ekki að hugsa fyrr en nánast í óefni er komið.  Nú nýverið var birt rannsóknsfrá Gardavatni á Ítalíu sem greint var frá hér á Umhverfisfréttum, en fleiri rannsóknir eru í burðaliðnum og þörf á enn fleiri í nánustu framtíð.  Þar kom fram að krabbameinsvaldandi efni eru mögulega víða í ám og vötnum vegna plastúrgangs.  Í ljós kom mikið magna af þrávirkum efnum í Gardavatni sem rekja má beint til plastúrgangs.  Svipað magn töldu vísindamennirnir að væru við strendur en hættan vegna þessara plastagna sem fundust er að þær komast inn í fæðukeðjuna þegar sjávar- og vatnalífverur taka þær inn í mistökum fyrir fæðu.  Magnið af ögnum sem fundust í Gardavatni var mun meira en talið var og kom vísindamönnum nokkuð á óvart.  Orsakavaldurinn töldu þeir ferðamenn við vatnið, fiskibáta og rusl sem er í landfyllingum og kemst þannig í vatnið og vistkerfið.

Rannsóknir sem þessar sína eitthvað sem á við á mun fleiri stöðum en nákvæmlega þar sem rannsóknin var gerð. Ísland er engin undantekning eins og þessi listamaður hér sýnir fram á með myndum sínum af plastúrgangi á afvikinni strönd á Íslandi.  Listamaðurinn átti síst von á þessu á Íslandi en af hverju? Erum við eitthvað öðru vísi en aðrar þjóðir?  Við erum ein mesta neysluþjóð heims og því fylgir gríðarlega mikill úrgangur í öllum formum. Rannsóknin frá Gardavatni gefur til kynna að lifnaðarhættir og neysluvenjur okkar hafi áhrif sem þessi á umhverfi okkar beinlínis okkur sjálfum til vanda vegna bæði efnahags og heilsu sér í lagi þegar kemur að krabbameini sem aftur er dýr sjúkdómur fyrir heilbrigðiskerfið.  Umræðan um plastúrgang hérlendis hefur oftast verið á þeirri forsendu að kostnaður sé mikill við urðun sorps en stundum vísað í þá staðreynd að niðurbrot tekur mjög langan tíma í náttúrunni.  Umræðan hefur aldrei komist á það stig að spá í því hverju við getum breytt í neysluvenjum okkar til þess að sprorna við plastnotkun með öðrum hætti en að nota fjölnota innkaupapoka til að minnka plastpokanotkun.

Nú nýverið hóf Hafnarfjarðarbær þarft átak sem önnur sveitarfélög og Reykjavíkurborg mættu taka sér til fyrirmyndar.  Umhverfis- og framkvæmdaráð bæjarins samþykkti að bærinn stefni á það markmið með samstilltu átaki íbúa og verslunareigenda að auka notkun fjölnota innkaupapoka og að verslunareigendur auki framboð sitt á pokum sem leysast hratt upp í náttúrunni.  Hafnarfjarðarbær telur að aðeins þar í bæ séu um 6 milljónir plastpoka í umferð á hverju ári og ef plastpokinn kosti 30 kr eru það um 180 milljónir sem bæjarbúar eyða í plastpoka.  Pokarnir eru síðan alla jafna notaðir utan um sorp bæjarbúa sem aftur þarf að urða og slíkt kostar mikla fjármuni svo ekki sé minnst á landnotkun ásamt niðurbroti og því sem reifað var hér að ofan um krabbameinsvaldandi efni í plasti.

Plastvorur_vilborg copyStóra spurningin er hins vegar sú, hvernig getum við breytt lífsvenjum okkar og vali á þeim hlutum sem við notum til þess að komast hjá því að nota svona mikið plast almennt.  Er það hægt?  Er það þess virði að prufa?  Klárlega þyrftu framleiðendur að huga betur að efnisvali sínu í þær vörur sem þeir markaðsetja fyrir okkur.  Þetta er ákveðin áskorun fyrir hvert heimili um að skoða innávið neyslu og notkun en huga að heilsu og efnahag á sama tíma.  Getur t.d. gler komið í staðinn fyrir ýmis plastílát jafnvel pappa? Getur pappi sem hægt er að endurvinna komið í staðinn fyrir eitthvað?  Getur viður komið í staðinn fyrir eitthvað af áhöldum og tækjum?  Auðveldasta byrjunin er þó að nota fjölnota innkaupapoka og skoða síðan annað á heimilinu í framhaldi eins og umbúðir utan af matvörum sem eru ekki af skornum skammti og fer beint í ruslið.  Kanski felst áskorun framtíðarinnar í því að finna annað efni í stað plasts sem má endurnýta.  Kannski felst hún í því að finna út hvernig endurnýta má plast svo það falli ekki sem úrgangur yfir höfuð.  Það að flokka rusl á heimilinu og hafa sér tunnu fyrir plast eykur vitundina um plastnotkun til muna.  Sú tunna er einfaldlega alltaf full!