Fyrstu myndir Sentinel-1a af jörðu birtar

Sentinel BrusselVGH | Gervitungl ESB hinn nýji Sentinel-1a hefur nú sent frá sér fyrstu myndirnar af jörðu.  Sentinel-1a var skotið á loft þann 3.apríl s.l. og er partur af flota gervitungla sem taka munu myndir af ástandi jarðar á næstu árum.  Fyrstu myndirnar eru af flóðum í Namibiu og af einum stærsta jökli jarðar Pine Island Glacier á Suðurskautslandinu.  Myndirnar eru sýnishorn af því sem koma skal frá gervitunglinu.  Loftmyndagögn sem þessi eru notuð við skipulagsmál, kortagerð vegna náttúruhamfara og til þess að fylgjast með staðsetningum heimskautajökla.  Þessar myndir nú eru því nokkurs konar sýnishorn en eftir á að stilla vélar nánar á næstu þrem mánuðum þar til raunveruleg vinna gervitunglsins hefst.

Sentinel flood NamibiaIan Shurmer sem fer fyrir stjórnun Sentinel í ESA stjórnstöðinni í Darmstadt í Þýskalandi segir allt ganga vel og að gervitunglið sé að virka miðað við myndirnar sem komu nú.  Við tóku fyrstu myndirnar aðeins þremur dögum eftir að Sentinel var skotið á loft en það var bara prufukeyrsla.  Nú erum við að taka daglega segir hann, en eftir á að fínstilla og laga staðsetningu en passa verður upp á að Sentinel rekist ekki á annað Bandarískt gervitungl.  Sentinel ásamt röð af slíkum Sentinel gervitunglum hefur kostað ESB billjónir evra og er hluti af verkefni sem nefnt hefur verið Copernicus.  Copernicus á að draga saman alls konar upplýsingar um ástand og heilbrigði jarðarinnar, ekki bara frá geymnum.  Gögnin ná allt frá vöktun á loftgæðum til landbúnaðarframleiðslu, frá vatnsauðlindum og stjórn þeirra til flutninga og innviða skipulags.

Sentinel Pine IslandMyndirnar sem birstast nú hafa verið litaðar svo hægt sé að sjá ákveðna þætti í þeim.  Á mynd af Brussel (efsta myndin) sýnir rauðblái liturinn strjálbýli/úthverfi en hvíti liturinn staði þar sem mjög þéttbýlt er.  Græni liturinn merkir græn svæði og svarti eru ár og svæði sem hafa lágt endurvarp eins og flugvellir.  Myndin af flóðum í Caprivi frá Zambezi ánni í Namibíu (myndin fyrir miðju) sýnir tækni myndavélarinnar þegar greina á jörðina en hún snýst um veðurfar en svarti liturinn er sléttur vatnsflötur eða sem ekki gárar mikið.  Vélin sér í gegnum ský og það gerir hana mjög sterkt tæki til að ná myndum af miklu regni. Vélin hoppar yfir svæði þar sem er gott veður á en tekur myndir af svæðum sem hafa orðið fyrir flóðum.   Sentinel-1a er einnig hægt að nota til að fylgjast með heimskautajöklum og hreyfingum þeirra á vetrartíma þegar sólar nýtur vart við.  Myndin sem sýnd er, er af Pine Island Glacier (neðsta myndin) sem rennur út í sjó og er um 20% af öllum þeim ís sem rennur vestur af hvítu breiðunni þarna.  Mikilvægt er að fylgjast með öllum breytingum á þessu svæði vegna skipaumferðar og mögulegum slysum.

Copernicus er næst stærsta geymverkefni sem ESB hefur ráðist í á eftir Galileo sem verið að ýta úr vör.

Fara á BBC hér