Dagur umhverfisins er 25. apríl – dagskrá umhverfis- og auðlindaráðuneytisins

Gljufrabui_Hugi ÓlafssonUmhverfis- og auðlindaráðuneytið efnir til dagskrár á Degi umhverfisins, föstudaginn 25. apríl næstkomandi. Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra afhendir þá viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála á sérstakri hátíðarsamkomu auk þess sem efnt er til morgunverðarfundar um matarsóun sama dag.

Dagur umhverfisins, 25. apríl er fæðingardagur náttúrufræðingsins og læknisins Sveins Pálssonar. Í tilefni dagsins stendur umhverfis- og auðlindaráðuneytið fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni „Hættum að henda mat“. Er morgunverðarfundurinn ókeypis og opinn öllum en nánari upplýsingar er að finna hér á heimasíðu ráðuneytisins.

Hátíðarsamkoma umhverfis- og auðlindaráðuneytisins verður í Víkinni, Sjóminjasafni Íslands og hefst hún kl. 13. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindaráðherra afhenda viðurkenningar fyrir störf á sviði umhverfismála. Kuðungurinn verður veittur fyrirtæki sem hefur skarað fram úr í umhverfismálum og Varðliðar umhverfisins er viðurkenning sem veitt er grunnskólabörnum fyrir verkefni á sviði umhverfismála.

Fara á vef ráðuneytisins hér