ESB styrkir Bretland vegna White Rose verkefnisins – CO2 geymt undir Norðursjó

White Rose power plant in UKVGH | Evrópusambandið hefur ákveðið að leggja til um 300 milljón evra vegna verkefnisins “White Rose carbon capture and storage (CCS)”  á vegum stjórnvalda í Bretlandi en í því felst að fanga CO2 og grafa það undir Norðursjó.  Gasið mun verða tekið frá kolaorkuveri og geymt undir Norðursjó.  Loftslagssérfræðingar telja að CCS sé lykillinn að því að minnka CO2 í framtíðinni, en þetta hefur ekki verið reynt áður.  Árið 2012 átti ESB erfitt með að finna verkefni sem þetta til að styrkja og bað stjórnvöld að senda inn umsóknir.  Þar sem þetta er eina raunverulega áætlunin sem barst er búist við að greitt verði út til verkefnisins í júní n.k.  Kemur einnig til greina að verkefnið hljóti verðlaun um mitt ár 2014 þar sem það er talið koma sér vel fyrir efnahag og skapa fjölmörg störf þar sem þau hafi skort.

CCS verkefnið lítur að því að byggja nýtt kolaorkuver við hlið þess gamla Drax í Selby í Yorkshire.  Drax er að flytja sig úr kolum yfir í lífefni og árið 2016 er búist við að það vinni um helming orkunnar úr viðarflekum. White Rose mun framleiða orku fyrir yfir 630.000 heimili en 90% af kolefnisútblæstri sem kemur frá orkuverinu verður fangaður, en talið er að magnið sé um 2 milljónir tonna á ári.  Gasið verður síðan flutt í gegnum pípur undir Norðursjó þar sem það geymist varanlega.  Á síðasta ári völdu stjórnvöld í Bretlandi White Ros og aðra aðstöðu í Peterhead í Skotlandi sem helstu orkuverin til að hljóta fjárstyrk að upphæð 100 milljónir punda.  Styrkurinn sem ESB veitir nú er kærkominn og er talið að hann hafi mikil áhrif á áhuga stjórnmálamanna og stjórnvalda við að tryggja að kolefnisútblástur hafi sem minnst áhrif á hnattræna hlýnun.  Styrknum er einnig fagnað af vísindamönnum sem töldu jafnvel að erfitt yrði að koma orkuverinu á laggirnar vegna fjárskorts.  Þetta er bæði gott fyrir Bretland og ESB segir Dr. Vivian Scott við Háskólann í Edinburgh.

Loftslagsvísindamenn hittust í Berlin nú fyrir skömmu og fögnuðu þessari nýju tækni sem mikilvægu skrefi í því að hemja útblástur kolefnis á næstu 100 árum.  IPCC segir að ef heimurinn vilji takmarka hækkun hitastigs en nota áfram kol og olíu þá þurfi að fanga kolefnið og geyma það.  CCS tæknin gæti þannig minnkað gróðurhúsaloftegundir vegna jarðefnaeldsneytis en uppi eru þó áhyggjur af öryggi slíkrar geymslu á kolefni.  Hér forðum stóðu vonir til að Evrópa gæti leitt þróun CCS tækninnar en kostnaðurinn var stærsta áskorunin.  Það er talið að kostnaður rafmagns vegna CCS tækninnar gæti hækkað um allt að 50-100%.  Mögulega er þó hægt að selja CO2 á markaði en verðið hefur fallið undanfarið og CCS tæknin hefur þróast hægt.

CCS tæknin er einnig þróuð í Bandaríkjunum og Kanada en Boundary Dam verkefnið í Saskatchewan á að opna á þessu ári og annað stórt orkuver í Texas “Texas Clean Energy Project”.  Hins vegar vantar þar hæft vinnuafl við uppbygginguna.

Fara á BBC hér