Mikill kostnaður vegna flóða í Bretlandi – búið að gera heildarmat vegna flóðavarna

flood in riversVGH | Í fyrsta sinn í sögunni hefur nú Umhverfisstofnun í Bretlandi metið allar flóðavarnir landsins eftir stormasaman síðastliðinn vetur.   Um 1000 svæði voru metin þannig að þau þarfnist viðgerða vegna stormanna í vetur en skemmdirnar eru metnar á um 135 milljónir punda.  Starfsfólk stofnunarinnar ásamt hermönnum voru í 6 vikur að skoða meira en 150 þúsund svæði um landið þvert og endilangt.  Í kringum 350 flóðavarnir hafa nú verið viðgerðar.  Vetrarstormar hafa kostað miklar skemmdir við strendur og svæði orðið fyrir miklum og háum öldum og veðurham almennt.  Veðurstofan í Bretlandi segir síðasta vetur þann blautasta sem hafi verið mældur þannig að vatnasvæði hafi látið undan.  Í 50 skipti voru lokur settar fyrir ósa Thames á tímabilinu desember fram til um miðjan mars segir Pete Fox framkvæmdastjóri hjá Umhverfisstofnun.  Það er fjórðungur af því sem gert hefur verið frá uppafi eða síðan 1983 þegar lokurnar voru teknar í notkun.  Almennt er gert mat eftir flóð en nú var svo mikið af þeim að ákveðið var að gera heildarflóðamat segir hann.  Um 200 manns komu að þessu og unnu á 6 vikum.  Búið er að gera við á mörgum svæðum sér í lagi þeim þar sem vörnum hreinlega skolaði í burtu eins og í Weymouth og Greatham Creek og Teesside.

Margar flóðavarnir skemmdust og margt er eftir að gera segir Dr. Poul Leinster hjá Umhverfisstofnuninni en þökk sé því að heildarmatið var gert því nú er komin heildaryfirsýn um allt landið.  Ráðherra yfir flóðamálum í Bretlandi Dan Rogerson segir að vegna flóðanna í vetur hafi ríkisstjórnin þurft að leggja Umhverfisstofnuninni til aukafjármagn að upphæð 270 milljónir punda til þess að gera við og viðhalda flóðavörnum næstu 2 árin, en stofnuninn hafði áður lent í niðurskurði eins og flestar breskar opinberar stofnanir.  Í desember s.l. voru 1.500 manns sagt upp hjá stofnuninni vegna niðurskurðar.

Ríkisstjórnin tilkynnti um aukið fjármagn eftir að þúsundir heimila og stór landbúnaðarsvæði höfðu orðið fyrir barðinu á miklum flóðum.  Stofnunin stendur því sterkar eftir en áður vegna þess hve náttúran er orðin óútreiknanleg segir Mr.Fox.

Fara á BBC hér