Flóðalda frá strönd Noregs grandaði Atlantis í Norðursjó fyrir 8.200 árum

Kort_Atlantis til fornaVGH | Hin forna borg Atlantis í Norðursjó gæti hafa verið yfirgefin eftir að 5 m há flóðalda skall á henni fyrir um 8.200 árum síðan.  Aldan virðist hafa farið af stað frá strönd Noregs þegar mikið neðansjávar bergflóð fór af stað.  Rannsóknir benda til þess að flóðaldan hafi farið yfir Doggerland sem þá var lág eyja en hefur síðan horfið í sjó.  Doggerland var yfirgefin af Mesolithic ættbálkum sem þar bjuggu fyrir um 8.000 árum síðan, sem er á svipuðum tíma og Storegga flóðið á sér stað segir Dr. Jon Hill frá Imperial College í London.

Þessi flóðalda hefur verið gríðarleg til samanburðar við flóðölduna sem skall á Japan árið 2011.  Öldur hennar hafa þurrkað út síðustu íbúa á eyjunni.  Rannsóknin hefur nú verið gefin út í Ocean Modelling og verið er að kynna á European Geosciences Union General Assembly í Vín nú í vikunni.  Dr. Hill og samstarfsmenn hans hjá Imperial, Gareth Collins, Alexandros Avdis, Stephan Kramer og Matthew Piggott notuðu tölvulíkan til að sjá hvernig möguleg áhrif geta orðið af neðansjávar bergflóði við Noregsstrendur.  Þetta er í fyrsta sinn sem líkan hefur verið sett upp til að kanna Storegga flóðölduna við Doggerland.   Á síðustu ísöld var sjávarborð mun lægra en nú og á þeim tíma hefur Doggerland verið tengt Bretlandi og meginlandi Evrópu.

Prófessor Vince Gaffney í Háskólanum í Birmingham segir að á þessum tíma hafi veiðimenn geta gengið frá þar sem nú er norðurhluti Þýskalands og yfir til á austur Anglia.  Austur Anglia er skagi á Austur Englandi og nær yfir Norfolk og Suffolk og hluti af Cambridgeshire og Essex.  Fyrir um 20.000 árum síðan byrjaði síðan sjávarborð að hækka og oft virðast hafa verið flóð á þessum svæðum.  Fyrir um 10.000 árum síðan var þetta gjöfulasta veiðisvæði til að veiða fisk og fugla í Evrópu.

Stórt vatnasvæði var þá þar sem miðja Doggerland er sem í rann áin Thames frá vestri en Rhine í austri.  Lónin, mýrarnar og aurarnar hafa verið gósenland fyrir villt dýr.  Á tímum Mesolithic þá var þetta sannkölluð paradís segir Bernhard Weninger frá Háskólanum í Cologne í Þýskalandi.  Síðan er þróunin sú að 2.000 árum síðar verður Doggerland láglendar eyjar með sjó allt í kring og á stærð við Wales.  Net fiskibáta í Norðursjó hafa dregið upp ýmsa hluti og bein frá þessum tíma sem kallaður er “Garden of Eden”.  Einnig hafa fundist mannvistaleifar og bein af fólki frá þessum tíma sem hafa verið tímasettir.  Það er ljóst af þeim rannsóknum að ekkert af þeim leyfum sem þarna finnast eru frá því eftir þann tíma sem flóðaldan virðist hafa farið yfir svæðið.

Í bergflóðinu fóru af stað um 3.000 km3 af landmassa.  Ef slíkt magn er tekið og breitt úr því þá væri hægt að breiða það yfir Skotland og það yrði 8 m á dýpt segir Dr. Hill.  Ef Doggerland hefur verið lægra en 5 m hátt þá er augljóst að flóðið hefur farið vel yfir eyjarnar. Þess vegna er trúlegt að Storegga flóðið hafi orðið til þess að fólk flúði Doggerland á þessum tíma.

Dr. Hill segir að áhrifin á íbúa eyjanna hafi verið gríðarleg borið saman við áhrif flóðöldunnar sem skall á Japan árið 2011.  Bernhard Weninger grunar hins vegar að íbúar Doggerlands hafi verið farnir á þessum tíma áður en flóðið fór þar yfir.  Mögulega hafi einhverjir fáir verið þarna eftir sem hafi verið þar vegna veiða en varla haft búsetu þar segir hann.   Trúlega hefur svæðið verið orðið svo alltof blautt á þessum tíma.   Prófessor Vince Gaffney, fornleifafræðingur hjá Háskólanum í Birmingham segir vísindamenn telja þetta  trúlegt og að flóðaldan hafi verið gríðarlega rnáttúruhamfarir.  Oft er það þannig að þrátt fyrir miklar hamfarir eins og eldgos þá fer fólk aftur á svæðin vegna þess að auðlindirnar eru þar segir professor Gaffney.  Gaffney gaf út bókina The Rediscovery of Doggerland.   Flóðaldan mun líka hafa haft áhrif á það svæði sem nú er Skotland og austurströnd Englands en einnig norðurströnd og meginland Evrópu.  Aldan sem skall á norðausturströnd Skotlands er talin hafa verið um 14 m há.  Ekki er vitað hvort íbúar voru þá á svæðinu.  Talið er að um 5 m háar öldur hafi farið yfir austurströnd Englands á þessum tíma en þá er margt sem bendir til þess að svæðið hafi verið byggt þ.e. fyrir um 8.000 árum síðan.

Fara á BBC hér