Núverandi aðgerðir ófullnægjandi – Hvíta húsið gefur út mat vegna áhrifa loftslagsbreytinga

Satellite Eye on Earth : Hurricane SandyVGH | Loftslagsbreytingar hafa mjög mikil fjárhagsleg,  efnahagsleg og heilsufarsleg áhrif í Bandaríkjunum samkvæmt nýrri skýrslu.  Þriðja alþjóðlega matið á áhrifum loftslagsbreytinga er nú gefið út frá Hvíta húsinu en þar segir að fleiri og öfgafyllri veðurfarslegir atburðir hafi orðið á undanförnum 50 árum.  Innviðir skemmast vegna hækkunar sjávarborðs og mikilla hitasveiflna öfganna á milli.  Skýrslan segir þessi áhrif vera líkleg til að versna á næstu áratugum.

Rannsókn sem gerð var og unnin af hundruðum vísindamanna verður notuð til þess að leiðbeina Bandaríkjaforseta Barack Obama síðustu 2 ár hans í embætti um hvernig bregðast skuli við.  Áhættumatið sem nú var gert varar við því að núverandi aðgerðir til þess að minnka kolefnisútblástur og almennt til að aðlagast breyttum aðstæðum séu ófullnægjandi.  Er talið að þær nægi hvergi nærri til að koma í veg fyrir neikvæð félagsleg, umhverfisleg eða efnahagsleg áhrif loftslagsbreytinga.

Kostnaður Bandaríkjanna vegna loftslagsbreytinga og veðuröfga var yfir 100 billjónir dollara árið 2012 þegar hitamet voru slegin.

Fara á BBC hér
Fara í skýrsluna hér