Loftmengun alltof mikil í borgum heims – 7 milljónir manna létust árið 2012

LoftmengunVGH | World Health Organization segir loftmengun alltof mikla í flestum borgum heims og fari yfir þau mörk sem mælt er með.  Rannsókn í 1600 borgum í 91 landi sýnir að 90% af fólki sem býr í borgum anda að sér óheilnæmu lofti.  WHO segir að um helmingur af þeim mannfjölda sem býr í borgum nútímans sé þannig að anda að sér menguðu lofti sem sé hið minnsta 2.5 sinnum yfir þeim mörkum sem mælt er með.  Loftgæði voru slökust í Asíu og Suður Ameríku ásamt Afríku.  Alltof margar miðborgir í dag eru mökkar af skítugu loft þannig að oft sést vart til himins segir Dr. Flavia Bustreo hjá WHO.  Þessu lofti er beinlínis hættulegt að anda að sér.

WHO hefur sett öryggismörk hvað loftmengun varðar sem byggjast á mengunarögnum (PM) í andrúmslofti.  Mælt er með að mörkin af smærri ögnum sem kallast PM2.5 séu ekki meira en 10 mikrógrömm á fm2 að meðaltali yfir heilt ár.  Af stærri ögnum sem kallast MP10 ættu ekki að vera meira en 20 míkrógrömm á fm2 að meðaltali.

Gagnagrunnur um loftgæði sýnir að mörg svæði fara yfir þessi mörk.  Sumar borgir í Asíu fara miklu hærra en þar er víða gríðarleg loftmengun.  Í Peshawar í Pakistan mældist magn PM10 í kringum 540 míkrógrömm á fm2 á tveggja mánaða tímabili árið 2010 á meðan að í Delhi á Indlandi mældist PM2.5 í kringum 153 míkrógrömm á fm2 á sama ári.  Borgir í Suður-Ameríku þar á meðal Rio De Janeiro í Brazilíu komu einnig illa út úr mælingum.

WHO segir að ennþá skorti gögn sér í lagi frá borgum í Afríku þar sem loftgæði eru mikið áhyggjuefni.  Nýlegar tölur benda til að 7 milljón manns um heim allan hafi látist vegna loftmengunar árið 2012.  Talið er að 3.7 milljónir af þessum 7 milljónum hafi látist vegna mengunar utandyra.

WHO segir loftmengun vera stærstu umhverfislegu hættuna og geta slæm loftgæði leitt til hjartasjúkdóma, sjúkdóma í öndunarfærum og krabbameins.  Við getum ekki keypt nýtt andrúmsloft í flösku út í búð en borgir geta aðlagað sig og tekið upp lifnaðarhætti sem bæta andrúmsloftið og bjargar þannig lífi fólks segir Dr. Carlos Dora hjá WHO.

Fara á BBC hér
Fara í WHO gagnagrunn hér