CO2 hefur áhrif á uppskeru sem missir næringarefni – sink, járn og prótein

uppskeraVGH | Ný rannsókn bendir til þess að aukning á kolefni (CO2) um allan heim muni hafa veruleg áhrif á fæðu og næringargildi hennar í framtíðinni.  Tilraunir sem gerðar voru sýna fram á lækkun upp á 10% af zink, járni og protein í hveiti og hrísgrjónum sem verður til ársins 2050.  Vísindamenn segja að þetta muni hafa áhrif á heilsu billjóna manna sér í lagi í þróunarlöndum.  Rannsóknin var birt í Journal Nature.

Mögulega er þetta ein af helstu hættunum sem við eigum von á vegna loftslagsbreytinga.  Vísindamenn hafa unnið hörðum höndum í um 2 áratugi að gera rannsóknir sem þessa þar sem hægt er að sjá áhrif CO2 á næringargildi uppskeru.  Nú hefur alþjóðlegt teymi komið saman alþjóðlegri rannsókn sem byggist á tilraunum í Japan, Ástralíu og Bandaríkjunum.

Ræktaðar voru 41 mismunandi tegundir af korni og baunum á opnum ökrum þar sem mörk kolefnisdíxið er jafn mikið og búist er við að verði um miðja þessa öld.  Niðurstöðurnar sýna að þetta er mögulega helsta hættan sem heimsbyggðin stendur frammi fyrir þegar litið er til áhrifa vegna loftslagsbreytinga segir einn höfundanna Dr. Samuel Myers frá Harvard School of Public Health.  Niðurstöðurnar sýndu verulega minnkun á járni, zink og protein í hrísgrjónum og hveiti en einnig töluverð minnkun á járni og zink í sojabaunum og baunum segir hann.

Mörk CO2 lækka næringargildi í korni og baunum eftirfarandi:

–          Hveiti – zink 9.3%, járn 5.1% og protein 6.3%

–          Hrísgrjón – zink 3.3%, járn 5.2% og protein 7.8%

–          Baunir – zink 5.1%, járn 4.1% og protein 4.6%

–          Engin sérstök minnkun þessara efna fannst í mais og dúrru

Vísindamenn meta það svo að þessi minnkun næringarefna geti orðið allt að 10% og hafi mjög miklar heilsufarslegar afleiðingar fyrir milljónir manna um allan heim.  Um þriðji hluti af mannfjölda heimsins þjáist nú þegar af járn- og zinkskorti með tapi á um 63 milljónum lífára árlega.  Um 2 billjónir manna fá um 70% af því járni og zink sem þeir þurfa úr þessum fæðutegundum.  Minnkun á þessum tegundum í framtíðinni getur því verið hættuleg og getur aukið á vandann segir Dr. Myers.  Það væri heldur ekki góð lausn að borða meira af þessum tegundum til þess að ná meiri næringarefnum úr fæðu segir hann.  Ef borðað er 5-10% meira af kaloríum á dag þá tekur það mánuði áður en önnur vandamál gera vart við sig eins og t.d. offita.

Staðreyndin er sú að mismunandi tegundir hrísgrjóna bregðast mismunandi við CO2 sem gefur von um að hægt sé að þróa tegund sem missir ekki næringarefni frá sér.

Vísindamenn eru óvissir um hve mikið magn karbondioxíð þarf til að minnka næringarefni í þessum fæðutegundum.  Rannsóknir virðist misvísandi hvað þetta varðar.

Vísindamenn telja að mögulega sé hægt að finna út einhvern grunn við ræktun hrísgrjóna en allar slíkar hugleiðingar  eru enn á blaði og ekkert er vitað um hvernig slíkt breytir t.d. bragði þeirra.  Áhrif kolefnis á næringu er enn eitt höggið fyrir fæðuöryggi heimsins.  Samkvæmt Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) þá hefur einnig hitastig áhrif á uppskeru þannig að hækkandi hitastig hefur áhrif.  Í nýlegri samantekt IPCC um áhrif hækkunar hitastigs í heiminum er meðal annars sagt að ræktun á mais, hveiti og hrísgrjónum muni dragast saman á þessari öld.

Fara á BBC hér
Fara í samantekt IPCC hér
Fara í rannsókn birta í Nature hér