Hefur El Nino áhrif á Heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Basilíu í sumar?

UK foodballVGH | Mögulega verður hætt við Heimsmeistarakeppnina í fótbolta í Brasilíu í sumar vegna veðurfyrirbærisins El Nino.  Veðurfræðingar hjá Háskólanum í Reading segja 60% líkur á því að El Nino fari þá yfir landið.  Vísindamenn segja þetta flókna veðurkerfi líklegt til að valda miklum þurrkum og sólríku veðri í júní og júlí.  Lið frá Bresku eyjunum þekkja þessar aðstæður.  El Nino er hluti af hringrás sem verður á 2-5 ára fresti en afleiðingarnar eru meðal annars hækkun hitastigs sjávaryfirborðs í mið og austur Kyrrahafi.  Afleiðingarnar eru raunar um allan heim.

Ef El Nino verður á sama tíma og Heimsmeistarakeppnin í fótbolta þá verður meiri hætta á óþægilegum aðstæðum eins og mjög heitu loftslagi og þurrkum í Brasilíu í júní og júlí.

Búist er við því að mikil rigning verði í Asíu og Ástralíu og gangi yfir til vesturstrandar Bandaríkjanna og Suður Ameríku og jafnvel valdi flóðum.  El Nino getur einnig valdið miklum hitabylgjum og þurrki sem hefur neikvæð áhrif á uppskeru á sumum stöðum á meðan það er jákvætt fyrir aðra staði og eykur þar uppskeru.  Í Perú veldur El Nino vandræðum í fiskiðnaði vegna breytinga hitastigs í sjó en landbúnaðurinn nýtur góðs af.  Vísindamenn í Reading segja El Nino ekki hafa góð áhrif á leikmenn í fótbolta sem frekar eru vanir svölu veðrinu í Bretlandi.

El Nino hefur mögulega ekki áhrif á fyrsta leik Bretlands gegn Ítalíu sem spilaður verður í Manaus í norður hluta landsins.  Eftir að dregið var um leikina í desember sagði Roy Hodgson þjálfari að hann hefði áhyggjur af því að Bretland spilaði sinn fyrsta leik í borginni þar sem hún er mitt í Amazon regnskógunum þar sem hitastig er hvað rakast í heiminum. Sagði hann að Brasilía, Uruguay og Colombía mundu varla hoppa af kæti ef þeir ættu að spila þar og aldrei hafi þessi lið spilað upphafsleik í Manaus.

Bretland leikur tvo aðra leiki í Sao Paulo og Belo Horizonte þar sem vonast er til að hitastigið verði skárra.  Engir vísindamenn telja að El Nino leiði til meira en aukins hita og minni skýjahulu þannig að meiri sól skýn á svæðinu.  Ef leikmenn og þjálfarar hafa vonast eftir mildara og betra veðri í seinni spilun þá verða þeir fyrir vonbrigðum segir Dr. Klingaman.  Hann metur það svo að hitastig í Rio hækki um 1°C.  Þó 1°C sýnist ekki mikið þá þýðir það ekki að allir dagar verði eins segir hann.

Öfga hitastig breytir oftast meiru þegar litið er til meðaltals mánaðarins.  Einnar gráðu hækkun í meðaltali á mánuði þýðir hækkun um 2°C á dag eða að þriðjungur af öllum dögum hækki um 3°C.  Spárnar byggja á eftirlitskerfi í sjó sem nemur hitaaukningu og hjálpar vísindamönnum að byggja mat sitt á.  Allar líkur eru á að El Nino verði þetta árið segja þeir.

Niðurskurður í styrkjum Bandaríkjanna og Japan hefur þó bitnað á notkun þessara eftirlitskerfa og gæti haft áhrif.  Undanfarin tvö ár hefur helmingur af eftirlitskerfum á svæðinu verið lagður niður.  En þrátt fyrir spár um El Nino aðstæður þetta árið þá gæti mögulega verið  jákvætt fyrir Roy Hodgson og hans lið, því árið 2012 spáðu Bandarískir vísindamenn því að það væru 75% líkur á El Nino en það gerðist ekki þá.

Fara á BBC hér