Staðfest að bráðunun jökla á Suðurskautslandinu er óafturkræft ferli

Thewtwater_NASAVGH | Ný rannsókn unnin af vísindamönnum NASA og frá Háskólanum í Californíu, Irvine bendir til þess að bráðnun íshellunnar á vestur Suðurskautslandinu sé óafturkræft ferli og ekkert fái stöðvað bráðnun jökla á þessu svæði.  Rannsóknin sýnir mikið af gögnum sem styðja þetta m.a. 40 ára rannsókn sem gefur til kynna að jöklar við Amundsenhaf sem er hluti af vestur Suðurskautslandinu sé nú kominn fram fyrir þann stað að hægt sé að grípa inn í samkvæmt jöklafræðingnum og aðalhöfundi Eric Rignot hjá UC Irvine og rannsóknarmiðstöð NASA í Pasadena, Californía.  Þessi nýja rannsókn hefur fengið leyfi til birtingar í blaðinu Geophysical Research Letters.

Jöklarnir leggja nú þegar mjög mikið til hækkunar sjávaryfirborðs en bráðnunin er talin nema heilli Grænlandsíshellu.  Þetta magn nægir til að hækka sjávaryfirborð um 1.2 metra (4 fet) og bráðnunin er hraðari en flestir vísindamenn reiknuðu með.  Rignot segir að þessar niðurstöður þýði að breyta þarf núverandi spám varðandi hækkur sjávaryfirborðs.  Þetta mun hafa mikil áhrif á næstu áratugum og næstu öldum segir Rignot en  íhaldsömustu spár nú telja að það taki nokkrar aldir fyrir ísinn að bráðna í sjó fram.

Það er helst þrennt sem styður þessa niðurstöðu nú þ.e. að jöklar bráðni og ferlið sé óafturkræft.  Það er:

–          Breytingar á hraða þeirra

–          Hve mikið hver jökull flýtur á sjó

–          Halli þeirra og dýpt undir sjávarborði

Í apríl s.l. rannsakaði rannsóknarteymi Rignots þann stöðuga aukna hraða á skriðhraða jöklanna og hvernig þeir hafa breitt úr sér undanfarin 40 ár.  Þessi rannsókn leiðir til hinna tveggja þáttanna sem styðja þessar niðurstöður nú.  Jökullinn flæðir af landi og fram í sjó þannig að endar hans fljóta á sjónum.  Endi jökuls sem sleppir landi er kallaður grunnlína.  Næstum allir jöklar bráðna aftan við þessa grunnlínu þ.e. á þeim hluta sem flýtur á sjónum.  Eins og fastur bátur flýtur aftur á grunnu vatni ef hann er gerður léttari, þá flýtur jökull yfir svæði sem hann var áður fastur fyrir á ef hann verður léttari og þannig skríður hann áfram og breiðir úr sér.  Samkvæmt þessari nýju rannsókn Rignot kemur í ljós að jöklar á Suðurskautinu hafa þynnst svo mikið að þeir fljóta yfir landsvæðum sem þeir voru áður fastir fyrir á sem aftur þýðir að grunnlína þeirra færist upp á land.  Grunnlína jöklanna er grafin undir þúsundir metrum af ís þannig að það er ótrúlega erfitt fyrir vísindamenn að finna út hvar nákvæmlega hún er staðsett og hvar breytingin á sér stað segir Rignot.  Slíkt er best að gera með loftmyndum.

íshella sudurskautRannsóknarteymið notaðist við loftmyndir sem teknar voru á árbilinu 1992-2011 af European Earth Remote Sensing (ERS-1 og -2) til að kortleggja grunnlínur sem hörfa inn á land.  Notast var við innrauðar myndir sem gera vísindamönnum kleift að mæla mjög nákvæmlega hreyfingar yfirborðs.  Jöklar hreyfast lárétt þegar þeir flæða niður á við en þegar þeir fljóta þá breytast hreyfingar þannig að þær eru bæði láréttar og lóðréttar, eftir sjávarföllum.  Rignot og hans teymi kortlögðu hve langt inn í landið þessar lóðréttu hreyfingar áttu sér stað og fundu þannig grunnlínur jöklanna.

Þegar jöklar flæða hraðar, breiða úr sér og þynnast, hörfa grunnlínur.  Þegar grunnlínur hörfa og jökullinn verður vatnskenndari verður minni mótstaða í undirlaginu þannig að skriðhraðinn magnast.  Til þess að stöðva þetta ferli þarf einhverskonar misfellu eins og bratta hæð á móti eða dal undir jöklinum.  Samkvæmt myndum sem vísindamenn skoðuðu kemur í ljós að slíkt landslag undir jöklunum er ekki fyrir hendi þar sem fimm af sex jöklum á svæðinu liggja.  Slíkt er aðeins að finna undir Haynes jöklinum en hann bráðnar þó hratt eins og aðrir jöklar.  Landlag er þannig annar þáttur í örlögum jökla.  Allt það sem fram er komið í rannsóknum Rignot bendir til þess eins að jöklar á Suðurskautslandinu bráðni hratt og það ferli verði ekki stöðvað.  Ein ástæðan er t.d. hækkun hitastigs sjávar undir jöklunum.

Vegna þess hve mikilvægur þessi partur af vestur Suðurskautslandinu er mun NASA halda áfram að fylgjast náið með þróuninni í ár og því hvernig aðstæður þróast í október byrjun.   NASA notast er við nýjustu og bestu tækni sem völ er á.

Á síðu, sem kallast World Under Water, er hægt að slá inn öll heimilisföng sem fyrirfinnast í Google Street View, og sjá hvernig þau líta út þegar þau eru á floti í sjó.  Samtökin Carbonstory hafa sett upp þessa gagnvirku vefsíðu til að minna okkur á þann vanda sem steðjar að heimsbyggðinni vegna loftslagsbreytinga.  Samkvæmt spám IPCC mun yfirborð sjávar hækka frá 18-59 cm á þessari öld.  Enn aðrar spár ganga lengra og spáir US National Research Center því að yfirborð hækki um 56-200 cm.  Hægt er að slá inn flestar götur á Íslandi og sjá hver staðan verður miðað við spár.  Fara á síðu World Under Water hér

Fara á vef NASA hér