Dæling grunnvatns orsakar jarðskjálfta og breytingar á landslagi

San AndreasVGH |  Dæling vatns til notkunar fyrir mannlegar athafnir eykur fjölda smærri jarðskjálfta í Californíu.  Ný rannsókn bendir til þess að þessi mikla notkun á grunnvatni sem pumpað er upp á yfirborð valdi því að fjallgarðar lyfti sér og dalir sígi.  Vísindamenn segja þessa vinnslu á grunnvatni auka hreyfingar á jarðlögum í Andreas fjallgarðinum.  Áhyggjurnar snúa að því að þetta geti flýtt fyrir því að stærri sjálftar verði á svæðinu.

Vegna vinnslunnar og breytinganna sem af þeim hljótast árlega þá virðist vera sem smærri skjálftar verði á svæðinu.  San Andreas fjallgarðurinn er um 1.300 km að lengd og liggur um vestur hluta Californíu á milli Kyrrahafsins og Norður Ameríku flekans.  Jarðeðlisfræðingar hafa fyrst og fremst rannsakað hreyfingar á þessum plötum sem og áhættuþætti vegna álags sem leitt getur til skjálfta eins og þess sem lagði San Francisco í rúst árið 1906.  Þessi rannsókn nú skoðar aðra þætti þ.e. áhrif athafna mannsins á jarðskorpuna.

Vísindamennirnar notuðu háþróuð GPS tæki við rannsóknir sínar í vesturhluta Bandaríkjanna til þess að skoða smærri hækkanir og lækkanir í landslaginu við San Joaquin dals.  Dalurinn er partur af miðhluta Californíu dalsins þar sem er eitt gjöfulasta landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna.  Sú framleiðsla reiðir sig á aðgengi að grunnvatni sem dælt er upp til þess að vökva uppskeru.  Svo mikil er notkunin að vísindamenn meta hana tvöfalda á við það sem endurnýjast af grunnvatninu vegna snjókomu og regnfalls.  Notkunin sé þannig ósjálfbær.

Öll þessi dæling hefur mikil áhrif á lögun jarðarinnar.  Dalsbotninn sígur og vísindamenn fundu út að fjöllin í kring virðast vera að rísa.  Verið sé í raun að taka þyngd frá jarðskorpunni sem leiðir til þess að hún rís upp á við og hreinlega færir fjöllin til segir Dr. Colin Amos.  Það virðist vera sem þetta árlega álag sem verður valdi því að það verða smærri jarðskjálftar á svæðinu.  Dr. Amos og félagar segja að í raun sé ákveðið náttúrulegt ferli í gangi en dælingin á svo miklu vatni hafi áhrif til viðbótar sem ekki hafa komið í ljós fyrr en nú.

Dr. Paul Lundgren frá California Institute of Technology (Caltech) segir að hreyfingar fjallanna aukist þar sem plöturnar kýtast saman.  Þarna er bæði um að ræða árstíðabundnar og lengri tíma breytingar sem tengjast dælingu vatnsins.  Þetta getur síðan leitt til stærri jarðskjálfta í San Andreas fjallgarðinum.  Á svæðinu við suður Sierra Nevada fjallgarðinn hafa vísindamenn talið hingað til að ris jarðskorpu sé tilkomið vegna flekahreyfinga.  Þessi nýja rannsókn bendir hins vegar til þess að ástæðan sé að hluta til vegna dælingar grunnvatns.  Dr. Amos telur að þessi rannsókn sýni svart á hvítu að það þurfi að huga betur að því hver áhrif athafna mannsins séu á náttúruna.  Athafnir mannsins breyta hlutum sem við sjáum ekki fyrir.  Þetta er aðvörun um að huga betur að því sem við erum að gera og að athafnir okkar hafa áhrif á kerfi sem við þekkjum ekki til fulls og vitum ekki til fulls áhrifin á.

Fara á BBC hér