Kol, olía og gas búið eftir 5 ár í Bretlandi – eitt ár í Frakklandi

olia og gas i UKVGH | Vísindamenn vara við að eftir aðeins 5 ár verði olíu-, kola- og gasauðlindir Bretlands búnar.  Skýrsla Global Sustainability Institute segir að slíkur skortur hafi þær afleiðingar að Bretar verði að treysta á Noreg, Qatar og Rússland.  Mikilvægt er að Evrópa setji kraft í vind- og sólarorku, sjávarfallaorku og aðra endurnýjanlega orku sem möguleg er segir prófessor Victor Anderson.  Ríkisstjórnin vill ekki meina að slíkt verði nauðsynlegt.  Skýrslan segir að Rússland eigi olíubyrgðir til meira en 50 ára, meira en 100 ára gasbyrgðir og meira en 500 ára kolabyrgðir.  Bretland á einungis olíubyrgðir til 5.2 ára, kolabyrgðir til 4.5 ára og gasbyrgðir til þriggja ára.  Frakkland er jafnvel enn verr statt samkvæmt skýrslunni en Frakkar eiga einungis eins árs byrgðir af oliu, kolum og gasi.

Kol, olía og gas auðlindir í Evrópu eru því að klárast og þörf á nýjum lausnum.  Dr. Aled Jones framkvæmdastjóri stofnunarinnar sem staðsett er í Anglia Ruskin Háskólanum segir að lönd séu komin hættulega nálægt hækkunum á þessum orkugjöfum.  Evrópusambandið þarf orðið meira að reiða sig á auðlindir nágranna sinna eins og Rússlands og Noregs og þessi þróun heldur áfram þar til ákvarðanir eru teknar í þessum málum.  Skýrslan málar upp mismunandi ástand í Evrópu en t.d. Búlgaría á um 34 ára byrgðir af kolum eftir.  Þýskalandi á um 250 ára byrgðir af kolum en minna af olíu.  Prófessor Andersen segir kol, olíu og gas auðlindir í Evrópu vera á þrotum og nú sér þörf á öðrum lausnum.  Bretland verður að taka þátt í þeirri vakningu í Evrópu að auka endurnýjanlega orkugjafa eins og sjávarfallaorku, vind, og sólarorku.

Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti nýlega niðurskurð til sólarorku og Íhaldsflokkurinn segir að það verði engir fjármunir settir í orkuvinnslu eins og vindorku ef þeir vinna næstu kosningar.  Ráðherrar vonast til að ná upp meira af gasi og það muni gera gæfumuninn.  Einnig benda þeir á að er verið að rannsaka olíu í Norðursjó og verið að reyna að fá Bandaríkin til að vinna meira gas.

Rannsóknir Global Sustainability Institute ná til umhverfismála, samfélagsmála og efnahagslegra áskorana sem heimurinn stendur frammi fyrir.

Fara á BBC hér