Landris við suðurströndina, hækkun sjávaryfirborðs í suðvesturhluta – súrnun sjávar hröð

P1020422Í nýútkominni landskýrslu um loftslagsmál á Íslandi er heildaryfirlit yfir þennan málaflokk.  Í skýrslunni er ítarleg umfjöllun um m.a. losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi, rannsóknir, aðgerðir og áætlanir landsins í loftslagsmálum.

í skýrslunni kemur fram að hlýnun hefur verið nokkur á landinu síðan á 8. áratugnum.  Á árbilinu 1975-2008 hefur hlýnað um 0,35°C á hverjum áratug sem er nokkuð meira en að meðaltali í heiminum sem mælist 0,2°C að meðaltali.  Hins vegar þegar litið er til langs tíma þá má segja að Ísland sé á svipuðu róli og meðaltalið í heiminum sýnir.  Árið 2013 í Reykjavík var yfir meðaltali áranna 1961-1990 en það ár var einnig heitara en að meðaltali árin 1931-1960.  Niðurstöðurnar sýna nokkrar breytingar á milli áratuga og skarpari breytingar eftir því sem áratugurinn mælist heitari.  Samkvæmt IPCC SRES A1B spám kemur fram að líklegt er að á næsta áratug verði hlýnun á Íslandi í kringum 0,2-0,4°C þannig að breytingin verður um 1°c á áratugnum.

Mun mildari breytingar eru í Evrópu og á Norður Atlantshafi en á breiddargráðum eins og Asíu og Norður Ameríku vegna hitastreymis frá suðri.  Lykillinn að þessum breytingum er sjór sem sekkur vegna kólnunar.  Þessar breytingar eiga sér stað þegar meira af ferskvatni blandast söltum sjó t.d. í Norðursjó vegna bráðnunar jökla á svæðinu.  Ekki er þó hægt að fullyrða um þetta í augnablikinu.

Á undanförnum árum hefur hitastig í Atlantshafi suður og vestur af landinu aukist og sjór frá Atlantshafi virðist blandast sjó norður og austur af landinu á vorin og seint á sumrin og fram á haustið.  Þetta er mögulega breytingaferli hlýnunar hitastigs og aukið lóðrétt blöndun sjávar.  Tíminn er þó of stuttur til að fullyrða um þetta.  Breytingar hafa komið fram í dreifingu á mörgum tegundum í sjó síðan 1996.  Suðlægar tegundir eru að finnast lengra norðar nú t.d. smokkfiskur, ýsa og makríll.  Einnig virðast sjaldæfar tegundir norðar hörfa en 31 ný tegund hefur fundist í staðinn.

Höfin í kringum Ísland taka mikið magn af kolefni í sig og má segja að þau séu einn stór geymir. Höfin hér súrna því hraðar og eru nokkrar áhyggjur af efnasamsetningu hafanna og hvaða áhrif þær muni hafa.  Rannsóknir eru í gangi.

Jöklar eru einkenni á landinu og ná yfir um 11% landsins.  Loftslagsbreytingar munu hafa mikil áhrif á jökla og leiða til bráðnunar þeirra.  Regluleg vöktun sýnir að þeir eru að hörfa og búist við því að slík þróun aukist.  Búist er við aukningu vatnsafls um 20% til ársins 2050.  Hátindi þess ferlis verður síðan náð á seinni hluta 21.aldarinnar.   Þegar jöklar hörfa verða breytingar á jökulám sem gætu haft áhrif á samgöngukerfi landsins.  Bráðnun Vatnajökuls minnkar fargið á landinu sem hækkar í kjölfarið.  Hluti af landinu hækkar nú þegar eins og við suðurströndina en það minnkar áhrifin á Íslandi þegar litið er til hækkunar sjávarborðs í heiminum sem heildar.   Það landris sem á sér nú stað við suðurströndina nær þó ekki til svæða í suðvesturhluta landsins t.d. í Reykjavík þar sem búist er við því að sjávarborð hækki og áhrifa þess ferlis muni gæta.  Hins vegar benda rannsóknir til þess að áhrif á Íslandi verði með öðrum hætti en almennt að meðaltali í heiminum vegna bráðnunar Grænlandsjökuls, en það ferli hefur áhrif til einhverrar lækkunar sjávarborðs á móti hérlendis.

Hækkun meðahitastigs mun hafa nokkur áhrif á landbúnað og skóga á landinu.  Rannsóknir sýna að ef árleg hækkun hitastigs er í kringum 1°C þá eykst uppskera um 11%.  Frosthörkur sem eyðilagt hafa tún minnka vegna hlýnunar yfir vetrartímann.  Hlýrra loftslag hefur gert það að verkum að hægt er að rækta nýjar tegundir eins og repju og hveiti sem sáð er á haustin.  Trjálína færist ofar í landið og gróður almennt eykst.  Ýmsar pestir sem skemma trjágróður hafa aukist á undanförnum tveim áratugum.  Við meiri hækkun hitastigs má búast við fleiri nýjum pestum sem herja munu á hérlendis.  Sjaldgæfar plöntur á hálendinu munu líklega hverfa þegar frost minnkar í jörðu.