Minni snjókoma, minna vatn – áhrif á vatnsmagn, orkuöflun og fleira

snjokomaogvatnVGH | Ný rannsókn sýnir að ef hitastig hækkar og meiri úrkoma fellur sem rigning í stað snjó þá mun vatnsmagn í ám minnka.  Rannsóknin kemur nokkuð á óvart, þar sem búist var frekar við því að vatnsmagnið breyttist eftir tíma en ekki að vatnsmagnið breyttist að magni.  Vísindamenn uppgjötvuðu þetta þegar þeir rannsökuðu gögn frá árunum 1948-2001 frá svæðum þar sem ár renna saman.  Rannsóknin var birt í Nature Climate Change.  Í rannsókninni voru bornir saman staðir með svipað loftslag og úrkomu en ýmist þar sem úrkoman féll sem snjór eða rigning.  Útkoman var skýr, það er munur á vatnsflæði ef úrkoma fellur sem ringing en ekki snjór.  Í fyrstu héldu vísindamennirnir að alls kyns aðrar útskýringar væru á þessu og því rannsökuðu þeir ýmislegt annað sem mögulega gæti skýrt þetta segir Dr. Ross Woods frá Háskólanum í Bristol í Bretlandi.  Þeir skoðuðu einnig hvað gerðist á sama stað með árbili og fundu út að  ef snjókoman var meiri eitt árið var vatnsmagnið meira en ef snjókoman var lítil þá var vatnsmagnið minna í ám.

Nú vinnur vísindateymið úr hinum ýmsu tölulegu gögnum sem gætu mögulega skýrt þetta betur.  Ein hugmyndin er að landið breytist líka vegna breytinga hitastigs.  Við kaldari aðstæður er jörð meira frosin sem þýðir að þegar snjór þiðnar þá rennur hann beint í ár og læki.  Hlýrri aðstæður þýða þannig að meira vatn helst í jörðu í lengri tíma og gufar síðan upp og/eða er tekið upp af plöntum.  Af því leiðir að minna vatn rennur í ár og læki.

Þetta er mjög mikilvægt þar sem mikið af þessu vatni er staðsett þannig að það sér stórum samfélögum fyrir vatni segir Dr. Woods.  Ef magnið minnkar verulega þá veldur það vandræðum í þessum samfélögum þegar kemur að vatnsþörf, orkuöflun með vatnsafli og fleira.  Þessi samfélög og kerfi þurfa að aðlagast þessu og finna út hvernig hægt er að komast af með minna vatnsmagn eða finna aðrar uppsprettur vatns.  Með loftslagsbreytingum er ljóst að úrkomumynstur breytist og sum svæði fá minna af henni en önnur.  Þessi rannsókn á því ekki við um öll svæði.  Hins vegar á svæðum þar sem snjóar nú mikið má búast við minni úrkomu og áhrifin verða til vandræða fyrir þau samfélög.  Aðalhöfundur rannsóknarinnar Wouter Berghuijs segir að sérfræðingar í vatnafræðum geti tekið tölur mælinga á ákveðnu svæði þar sem hægt er að finna út hve mikið magn flæðir í ár vegna nýliðinna atburða annars vegar og hins vegar hve mikið magn flæðir í ár vegna grunnvatns.  Með því að greina þetta er hægt að skilja hegðunina og rannsaka.

Fara á BBC hér