Kolefnistap frá skógsvæðum verulega vanmetið

Skógarhögg AmazonVGH | Mjög er vanmetið það mikla kolefni sem regnskógar tapa út í andrúmsloftið vegna hnignunar eða þegar þeir eru höggnir og brenndir samkvæmt nýrri rannsókn.  Talað er um falda losun kolefnis.  Þessi atburðarrás hefur verið nær ósýnileg gervihnattamyndavélum.  Rannsóknarteymið segir að um 40% af kolefnislosun frá skógareyðingu á Amazonsvæðinu sé vegna vegna þessa.  Rannsóknin verður birt í Global Change Biology.

Mikil eyðing regnskóga Amazonsvæðisins hefur lagt gríðarlega mikið til losunar á kolefni þegar litið er til heimsins alls og hefur þetta verið að gerast í marga áratugi.  Magnið hefur verið talið um 12% af mannavöldum með gróðurhúsalofttegundum talið sem er álíka mikið og kemur frá bæði landbúnaði og samgöngum.  Þetta mat byggir aðallega á gervihnattamyndum þar sem talin eru fallin tré.  Vísindamenn hafa lengi verið meðvitaðir um að áhrifin vegna regnskóga er mjög hægt ferli og kolefni sem tapast sést ekki endilega allt á gervihnattamyndum sem notast er við.

Vísindamennirnir báru saman fjórar mismunandi tegundir af skógsvæðum til þess að fá mælingu á losun þeirra.  Þeir mældu á svæðum sem voru ósnortin, skógarhöggsvæðum, þar sem skógur hafði verið brenndur og skógsvæðum sem hafði verið umbreytt.

Þessi nýja rannsókn reynir að ná til þeirra takmarkana sem áður hafa ekki mælst með því að meta á svæðunum sjálfum (í felti).  Yfir 70.000 tré voru mæld og yfir 5.000 jarðvegssýni voru tekin til þess að fá sem skýrasta mynd af áhrifum hnignunar.

Þegar við tölum um skógareyðingu segir aðalhöfundurinn Dr. Erika Berenguer frá Háskólanum í Lancaster, þá erum við að tala um skóga sem hefur fullkomlega verið eytt og allt það kolefni sem í þessum skógi er, tapast út í andrúmsloftið.  Þegar talað er um hningnum skóga þá er þetta aðeins flóknara.  Niðurbútaðir skógar sjást á gervihnattamyndum sem tré, þú sérð þannig ekki ástandið á jörðu niðri og því hefur þetta ekki uppgötvast áður.  Hnignun er mjög hægt ferli og erfitt er að meta þá vitneskju sem vísindamenn hafa safnað.  Þess vegna er talið að magnið sé verulega vanmetið.  Önnur ástæða er sú að í Brazilíu er mikið af hnignun skóga á einkasvæðum þannig að vísindamenn þurfa að vinna með fjölda landeigenda til þess að ná utan um allt það kolefnistap.  Vísindateymið segir þessa rannsókn gefa nákvæmustu myndina af þessu ferli sem til er.  Allt frá árinu 2010 er magnið talið um 54 billjón tonn eða um 40% af allri kolefnislosun sem kemur frá skógareyðingu á Amazonsvæðinu. Hnignun leggur mikið til þessarar losunar einnig á svæðum í Indónesíu og Afríku.  Þar er sama ferli í gangi og erfitt virðist vera að taka á þessu vandamáli.

Það sem hægt er að læra af þessari rannsóknarskýrslu er að við þurfum betri stjórnun þegar kemur að skógsvæðum og reglur um skógarhögg segir Dr. Simon Lewis, vísindamaður í skógfræðum við Háskólann í London en hann var ekki aðili að rannsókninni.  Þetta þarf að samhæfa með reglum um bruna nálægt skógsvæðum og koma í veg fyrir að eldar nái til skóganna sjálfra.

Vöktun vegna hnignunar skóga hefur verið reynd í Brazilíu en var hætt eftir nokkur ár.  Vísindamenn telja að slík vöktun sé nauðsynleg til þess að ná utan um af einhverri nákvæmni það kolefni sem tapast og til þess að hafa stjórn á þeim athöfnum sem leiða til hnignunar skóga.  Dr. Berenguer segir að vísindamenn og neytendur hafi verkefni að vinna.  Ég vildi sjá vísindasamfélagið vera mun virkara í þessum málum því þetta er erfitt verk að vinna og við getum alls ekki litið fram hjá því segir hún.  Það mundi ýta undir almenning að taka meira tillit til þessa með neysluvenjum og innkaupum sínum t.d. með því að kaupa ekki óvottað timur.

Fara á BBC hér