Obama setur lög um minnkun kolefnisútblástur frá orkuverum.

USA kolefnisútblásturVGH | Forseti Bandaríkjanna Barack Obama setur nú nýjar reglur um kolabrennslu orkuvera til þess að minnka útblástur sem aftur leggur til hækkunar hitastigs í heiminum.  Þessi nýju drög leggja til að minnka kolefnismengun frá nærri 1.600 orkuverum um 30% fyrir árið 2030.  Kína og Indland eru á meðal þeirra landa sem hafa skuldbundið sig til svipaðra markmiða þegar kemur að hækkun hitastigs í heiminum.  Þeir sem berjast á móti reglum Obama segja að þetta þýði að loka þurfi kolaorkuverum og rafmagn hækki í verði.  Obama segir hins vegar að hann ætli að sjá til þess að Ameríka sé í framlínu þegar kemur að því að vernda jörðina okkar.  Áhrif frá Ameríku eru alltaf meiri þegar við tökum forystuna. Við getum ekki undanskilið sjálf okkur frá reglum sem eiga að gilda um alla aðra segir hann.

Umhverfisfréttamaður BBC, Mark McCrath segir að notkun á gasi frá auðlindum í Pennsylvaníu í Texas og annarsstaðar hafa nú þegar hjálpað Bandaríkjunum við að minnka kolefnisútblástur.  Kolin eru þó ennþá stærsti þátturinn þegar kemur að orkuframleiðslu eða allt að 40% af öllu rafmagni.  Eftir að drögin af nýju reglunum voru kynnt mun líða langt ár þar sem farið er yfir þær og fengin ráðgjöf í heilt annað ár.  Þrátt fyrir þessa seinkun er trú manna að nýju reglunar hjálpi til við að endurreisa traust Bandaríkjanna alþjóðlega.

Bæði Wall Street Journal og New York Times vitna í drögin og segja stjórn Obama ætla sér að ná útblæstri niður um 30% fyrir árið 2030 miðað við hvernig hann var árið 2005.  Þegar drögin hafa verið samþykkt verður það svo í höndum hvers ríkis að þróa aðferðarfræðina til að ná markmiðinu.  Tala menn nú um að Obama ætli sé að fá álíka viðurkenningu og á sínu fyrsta ári í embætti þegar hann tók ákvörðun um að Bandaríkin minnkuðu kolefnisútblástur fyrir árið 2020.

Forseti Demokrata hefur ekki tekist að sannfæra Republikana í þinginu um að samþykkja lög um loftslagsbreytingar.  Árið 2010 var reynt að koma lagafrumvarpi í gegn um takmörkun kolefnisútblásturs og heimila fyrirtækjum að versla með heimildir sín á milli.  Þetta frumvarp var stöðvað af Republikönum.  Nú treystir Obama stjórnin á dóm frá árinu 2007 sem gefur Umhverfisverndarstofnun (Environmental Protection Agency) heimild til að koma að stefnumörkun og lagasetningu varðandi kolefnisútblástur en heimildin heyrir undir lög um hreint loft (Clean Air Act).

Þegar þessar nýju reglur verða staðfestar verður það í höndum hvers ríkis að þróa aðferðarfræði til að ná markmiðum þeirra.  Þetta þýðir mögulega meiri notkun kjarnorku,  sólarorku og meiri notkun á náttúrulegu gasi.

Fara á BBC hér