Hagkerfi sem leiðir af sér störf, tryggir vellíðan og tekur tillit til þolmarka Jarðarinnar

Birna_midjaAðalbjörg Birna Guttormsdóttir, líf-, umhverfis- og auðlindafræðingur / pistill  | Hvernig búum við til hagkerfi sem leiðir af sér störf,  tryggir vellíðan og  á sama tíma tekur tillit til þolmarka Jarðarinnar? Þessari spurningu er velt upp í nýjustu útgáfu Signals sem gefin er út af Umhverfisstofnun Evrópu (EEA).

Út er komin nýjasta útgáfa skýrslunnar Signals sem gefin er út af Umhverfisstofnun Evrópu. Þar eru tekin saman þau umhverfisáhrif sem neysla okkar og framleiðslukerfin sem við höfum búið til í kringum hana, hefur.  Skýrslan sýnir að við göngum mun hraðar á auðlindir okkar en það tekur fyrir vistkerfin að endurnýja þær. Við breytum auðlindum okkar í vörur með óumhverfisvænum ferlum og hendum þeim svo eftir stuttan líftíma þeirra.

Skýrslan sýnir fram á að neysla okkar hefur umtalsverð umhverfisáhrif:

  • Árið 2011, notaði hver Evrópubúi nærri 16 tonn af efni (e. materials) á ári. Neyslan er misjöfn, en Finni notaði um 30 tonn af ári á meðan Maltverji notaði um 5 tonn.
  • Neysluvenjur eru að breytast. Evrópubúar borða tvöfalt meira kjöt nú en þeir gerðu fyrir 50 árum síðan, sem kallar m.a. á aukna landnotkun en þekkt er að kjötframleiðsla tekur upp mikið landrými.
  • Árið 2010 þá urðu til 4.5 tonn af úrgangi á hvern Evrópubúa.
  • Þriðjungur alls matar í Evrópu, fer til spillis. Af því sem fer til spillis þá fara u.þ.b. 2/3 hlutar til spillis við framleiðsluna og restinni er hent á heimilunum.

Skýrslan inniheldur að auki margar lausnir sem gætu nýst inn í græn hagkerfi.  Þar má nefna hugtök eins og aukin neytendavitund,  meiri endurvinnsla og skilvirkara og betra skipulag í bæjum og borgum.  Þessar lausnir, ef nýttar saman gætu skapað svokallað „hring hagkerfi“ (e. circular economy) þar sem t.d. úrgangur verður aftur auðlind sem hægt er að endurnýta.

Linkur inn á Umhverfisstofnun Evrópu hér
Græn vika 2014 hér
Skýrslan Signals 2014 hér