Þingmenn áhyggjufullir vegna eiturefna í umhverfi okkar

image_previewRannsóknir sem gerðar voru í tengslum við námsstefnuna „En giftfri hverdag“ (Daglegt líf án eiturefna) sem haldin var 3. júní 2014 í Ósló sýna að uggvænlega mikið er hormónaraskandi efnum og öðrum skaðlegum efnum í vörum sem ætlaðar eru neytendum. Þingmenn í Norðurlandaráði beita sér nú fyrir hertum reglum um efni og efnavörur sem koma fyrir í daglegu lífi okkar.

− Við viljum vekja athygli á því hversu mikið magn eiturefna kemur fyrir í daglegu lífi neytenda og hversu mikilvægt er að bæta þekkingu og herða reglur til þess að losna við eiturefni úr daglegu lífi okkar, segir Annicka Engblom, formaður borgara- og neytendanefndar Norðurlandaráðs.

Þörf á sameiginlegu átaki Norðurlanda

Norðurlönd þurfa að fylgja löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur, REACH. Evrópusambandið hefur auk þess sett ýmsar aðrar reglugerðir um þessi málefni.

− Löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur gerir að verkum að einstök norræn ríki hafa takmarkað svigrúm til að setja reglur á þessu sviði. Þess vegna gætum við haft mikið gagn af því að taka höndum saman á Norðurlöndum, segir Annicka Engblom.

Árið 2013 samþykkti Norðurlandaráð tilmæli um endurskoðun á löggjöf Evrópusambandsins um efni og efnavörur til að skýra hvernig eigi að skilgreina hormónaraskandi efni og innleiða kröfur um prófanir til að geta greint þau.

Nýjar rannsóknir sýna að vandinn fer vaxandi

Niðurstöður nýrrar rannsóknar sem neytendasamtökin í Noregi og Danmörku með stuðningi Norðurlandaráðs létu gera á mæðrum ungra barna sýndu að í blóði þeirra var ískyggilega mikið magn eiturefna.

Nánari upplýsingar um rannsóknina: Bekymret over giftstoffer i blodprøver

Niðurstöðurnar sem kynntar voru í gær eru staðfesting á því sem aðrar rannsóknir hafa leitt í ljós, það er að segja að neytendur og börn þeirra komast í snertingu við skaðleg efni við að nota þær vörur sem tilheyra daglegu lífi.

– Neytendur njóta ekki nægilegrar verndar gagnvart skaðlegum efnum sem er að finna í þeim vörum sem tilheyra daglegu lífi. Við þurfum að setja strangari reglur og efla eftirlit, segir Randi Flesland, yfirmaður norsku neytendasamtakanna (Forbrukerrådet).

– Bönnum efnin

− Sérfræðinga, meðal annars frá Ríkisspítalanum í Danmörku, grunar að hormónaraskandi efni sem berast í líkama okkar eða eru í vörum geti verið ástæða minnkandi frjósemi og aukinnar tíðni eistnakrabbameins. Nú verða stjórnmálamennirnir að sjá til þess að efnin verði bönnuð og að neytendur verði ekki látnir taka þessa áhættu, segir Claus Jørgensen, ráðgjafi hjá neytendasamtökunumTænk í Danmörku.

Námsstefnan „Daglega líf án eiturefna“ var haldin af neytendasamtökunum í Noregi og Danmörku með stuðningi Norðurlandaráðs.

Rannsóknir sem gerðar voru í tengslum við námsstefnuna:

Blóðrannsókn hér
Rannsókn á föum hér
Bangsarannsókn hér

Fara á Norden hér