Kallað eftir alþjóðlegri löggjöf í loftslagsmálum – eyjar í Micronesiu eru að sökkva

Globe summitVGH | Kallað er eftir nýrri alþjóðlegri löggjöf þegar kemur að loftslagsmálum.  Um 400 aðilar sem koma að lagasetningu frá 66 löndum hittast nú á ráðstefnu Globe í Mexico  vegna þessa.

Eyjaskeggjar á Micronesia svæðinu í Kyrrahafi hafa misst alla trú á getu stjórnvalda til þess að semja um áhrifarík alþjóðleg markmið sem farið er eftir þegar kemur að loftslagsmálum.  Hins vegar hafa þeir trú á því að Globe summit í Mexico geti náð að koma með ákveðna niðurstöðu.   Nú er helst litið til þess að hjálpa ríkjum að koma í gegn sínum eigin lögum þegar kemur að loftslagsmálum.  Lög verða samin fyrir hvert og eitt ríki sérstaklega.  Stefnt er að því að ná að semja um erfiðu hlutana fyrir ráðstefnuna  í París á næsta ári.  Markmiðið er að ná samningum um að takmarka hækkun hitastigs á alþjóðavísu um 2 C fyrir ofan þau mörk sem það var fyrir iðnvæðingu.   Mexico hefur nú þegar komið slíkri löggjöf í gegn hjá sér, árið 2012.  Samkvæmt þingmanninum Alejandro Encinas skiptu þessi alþjóðlegu aðilar sköpum við að koma frumvarpinu í gegn.   Nú ætlar Mexico að deila reynslu sinni með Costa Rica, Colombia og Perú.  Encinas trúir því að bylgja alþjóðlegra lagasetninga vegna loftslagsmála muni nú fara um S-Ameríku.

Það að alþjóðlegt lagasetningateymi komi saman og deili sérþekkingu sinni hefur mikil áhrif.  Hafa Kínverjar jafnvel talað um að þetta sé ómetanleg þróun þegar kemur að þróun kínverskra lagasetninga í þessum málaflokki.

Þrír einstaklingar frá Micronesia hafa nú verið sendir til Mexico en eyjarnar hafa orðið fyrir miklum áhrifum vegna hækkunar sjávarborðs sem er bein afleiðing af hlýnun jarðar.  Ríkisstjórnin þar hefur ekki fjármagn til þess að senda meira en nokkra einstaklinga.   Forseti Micronesiu sagði Sameinuðu þjóðunum að búseta á eyjunum lægi undir þegar kemur að þessum samningsmarkmiðum um loftslagsmál.  Margar af 600 eyjum Micronesiu eru nú rétt ofan sjávarborðs.  Hækkun sjávar er þegar farin að hafa áhrif á ræktarland og sumar eyjanna hafa nú þegar verið yfirgefnar.   Þrátt fyrir þessi nýju lög þá hefur Micronesia þegar tekið til við að skipuleggja byggingu á sjávarveggjum, hækka ræktarland og gera áætlun vegna rýminga.

Lam Dang sem fer fyrir lagaskrifstofu eyjanna sagði að Globe mundir breyta spilinu í þessum málum.  Hann sagði að sú hefðbundna leið sem farin hefur verið hingað til sé ekki að skila árangri.  Í 20 ár höfum við sagt það sama og sjávarborð hækkar og hækkar og við erum að sökkva.  Alþjóðlegir samningsaðilar hafa ekki komist neitt áfram með þetta.  Við erum búin að vera að hrópa um þetta nú í mörg ár.  Við sem búum á eyjum Micronesiu leggjum ekki til mikið þegar kemur að útblæstri, þannig að það er um lítið að semja.  En við getum sýnt öðrum hvað við gerum til þess að hafa hlutina í lagi heimafyrir.  Dang segir þróuð ríki í raun stýra þróuninni þegar kemur að loftslagsbreytingum en það eru þeir sömu og leggja hvað mest til hins sama útblásturs.  Ef við eigum að sökkva hér þá berjumst við þar til við sökkvum!

Þingformaður Micronesiu er þingmaðurinn Figir en hann segist hafa trú á Globe summit og bætir við að þingmenn séu mun meira inni í þessum hlutum en ríkisstjórnir.  Hans álit er að Kyoto viðmiðin sem sett voru árið 1997 og í Kaupmannahöfn árið 2009 séu ein stór mistök.  Fyrir íbúa í Micronesiu þá sjáum við loftslagsbreytingarnar fyrir augum okkar og það gerir mig reiðan segir Figir að þeir sem valda mestum útblæstri draga fæturnar þegar kemur að því að berjast við loftlagsbreytingar.   Þessar þjóðir eiga að taka forystuna og bjarga jörðinni fyrir komandi kynslóðir.  Ef þeir eru að því þá gengur þeim það mjög hægt segir hann.   Nú þarf að auka hraðann og því meiri töf, því meiri áhrif á okkur hér.  Figir finnst það með ólíkindum að fólk geri ekki meira í þessum efnum og segist ekki vita hvernig í ósköpunum eigi að sannfæra.  Fólk er orðið vant sínum lífstíl og lúxus og vill ekki breyta honum.  Við þurfum áhrif Globe þegar kemur að ríkisstjórnum til þess að koma þessum lögum í gegn.

Fara á BBC hér