Fjalltoppar sléttaðir og dalir fylltir í Kína – hætta stafar af framkvæmdum við nýtt byggingarland

nýtt byggingarland í KínaVGH |  Átaksverkefni Kínverskra stjórnvalda við að ryðja burt fjöllum og fjallstoppum til þess að gera meira byggingarland hefur veruleg umhverfisleg áhrif og vandamál í för með sér segja sérfræðingar.  Vísindamenn frá Chang´an Háskólanum í Kína hafa varað við því að fjöldi fjalla hefur nú þegar verið rutt í burtu og gert flatlendi en slíkt segja þeir valda loft- og vatnsmengun ásamt jarðvegseyðingu og flóðum.  Þetta verkefni er komið langt fram úr því sem búist var við.  Þessar áhyggjur vísindamannana voru birtar í blaðinu Journal Nature.

Það sem veldur hvað mestum áhyggjum er varðandi öryggi þeirra bygginga sem reistar verða á landinu.  Prófessor Peiyue Li frá Chang´an Umhverfis- og verkfræðiháskólanum segir að vegna þess að þetta verkefni er frumraun þá er ekki vitað hvað gerist og ekki eru til neinar viðmiðanir.  Kínverskar borgir stækka nú sem aldrei fyrr samfara stærra og öflugra hagkerfi þannig að það að flytja fjöll er ein leið til þess að gera meira byggingarland.  Um 1/5 mannfjölda landsins býr í fjallahéruðum.  Í borgum eins og Chongqing, Shiyan, Yichang, Lanzhou og Yan´an hafa fjallstoppar verið sléttaðir.  Jarðvegur og grjót er síðan notað til þess að fylla upp í dali en með þessari aðferð hafa Kínverjar búið til hundruð km2 af flatlendi.

Prófessor Li segir að fjallaborgir eins og Yan´an sé að mestu staðsett í flötum dal.  Dalirnir eru fremur þröngir og takmarka þannig framkvæmdir vegna viðbóta við borgir en einnig sé gríðarlegur mannfjöldi þáttur í þessu.  Þó fjallstoppar séu stundum fjarlægðir vegna námuframkvæmda sér í lagi í Bandaríkjunum þá segja vísindamenn að magn þessara framkvæmda í Kína sé svo gríðarlegt og slíkt sé óþekkt.   Þeir vara sterklega við því að breyta svona fjöllum og hæðum í flatlendi því það feyki rykögnum upp í andrúmsloftið, mengi vatn, framkalli landskrið og flóð og breyti dýra- og plöntuflóru.  Prófessor Li útskýrir að mestu áhyggjurnar séu varðandi þær byggingar sem rísi á þessum nýju svæðum.  Í borginn Yan´an er til að mynda nú verið að vinna við stærsta verkefni af þessum toga sem nokkurn tíma hefur verið reynt og það á landi þar sem er þykkt vindborið set en slíkt efni er ekki burðarhæft fyrir mannvirkjagerð.  Svo mjúkur jarðvegur getur runnið til í bleytu, valdið hruni bygginga og landskriði.  Byggingar á slíku svæði eru hreinlega hættulegar og það tekur langan, langan tíma þar til slíkt set verður stöðugt.

Vísindamenn segja að Kínversk stjórnvöld ættu að vinna með innlendum- og alþjóðlegum sérfræðingum til þess að tryggja fullkomið áhættumat áður en þeir halda þessu áfram.

Prófessor Brian McGlynn frá Duke Háskólanum í Bandaríkjunum sagði við útvarp BBC að bæði í Bandaríkjunum og Kína væri verið að framkvæma mikið án þess að vita mikið um afleiðingar eða útkomu þess sem verið er að gera sérstaklega á vatnsgæði og eiginleika þess.  Við höfum enga reynslu af slíkum framkvæmdum segir hann.  Verið er að tala um að land verði stöðugt en við erum að breyta gríðarlega vatnsflæði og efni sem kemst í snertingu við vatnið.  Við höfum ekki hugmynd um afleiðingarnar segir hann.

Dr. Jan Zalasiewiz frá Háskólanum í Leicester bætir við að nú sé komið inn á nýtt svið þegar kemur að slíkum breytingum.  Það má nefna fleiri verkefni í þessu sambandi segir hann t.d. Palm Island in Dubai þar sem flutt eru í burtu billjón tonn af efni frá einu stað til annars til þess að búa til nýtt landslag.  Á meðan mannfólkið hefur gert þetta í litlum skömtum í langan tíma þá séu þessar framkvæmdir langt umfram náttúrulega ferla.

Fara á BBC hér