Breskir þingmenn gagnrýna skýrslu IPCC um ástæður loftslagsbreytinga

debate is overVGH |  Þingmenn hafa gagnrýnt niðurstöðu loftslagsteymis Sameinuðu þjóðanna sem segir að maðurinn sé aðalorsök hnattrænnar hlýnunar.  Meðlimir nefndar um orku og loftslagsbreytingar segja að á þessu sé enginn vafi og vísindin á bak við vinnu IPCC um loftslagsbreytingar njóti trausts.  Tveir þingmenn sem þekktir eru fyrir viðhorf sín á þessum málum greiddu atkvæði gegn niðurstöðunni.  Þeir segja að skýrsla nefndarinnar sé líkari klappstýruliði en óhlutræg vísindi.

IPCC gaf út sitt nýjasta mat á ástæðum, áhrifum og lausnum í loftslagsvísindum en matið var gefið út í þremur skýrslum, hin fyrsta kom út í september 2013.

Engin ástaða til að efast
Lykilniðurstaða nefndarinnar var sú og vísindamenn voru 95% vissir, að maðurinn sé aðalorsökin þegar kemur að hnattrænni hlýnun síðan á 6. áratugnum.  En IPCC hefur fengið gagnrýni á mikilvægið og aðferðir eftir að fjöldi smærri villna voru dregnar upp og birtar í skýrslunni árið 2007.

Rætt er um það að augljóst sé af gögnum og vinnu skýrslunnar að hún sé öruggt plagg og ekki þurfi að vantreysta niðurstöðunum segja Tim Yeo formaður nefndar um orku og loftslagsbreytingar.  Stjórnmálamenn í Bretlandi og víðar í heiminum þurfa nú að taka tillit til skýrslu IPCC varðandi stefnumótun sína og vinna að því að samþykkja bindandi alþjóðlegt samkomulag árið 2015 til þess að reyna að koma í veg fyrir að hitastig hækki meira.  Vísindamenn sem tengjast IPCC eru ánægðir með niðurstöðuna.  Prófessor Rowan Sutton frá Háskólanum í Reading fagnar útgáfu skýrslunnar sem staðfestir vel unnin störf hjá IPCC en hann er einn af aðalhöfundum Working Group 1.  Andrúmsloftið og höfin eru að verða hlýrri, heimskautaísinn er að bráðna og sjávarborð hækkar.  Kolefnismörkin hafa aldrei verið hærri eða í um milljón ár og það er ljóst að maðurinn á mestan þátt í þessu.

Litið fram hjá óvissu
Tveir aðilar í nefndinna þeir Peter Lilley frá Íhaldsflokknum breska og Graham Stringer frá Verkamannaflokknum eru ósammála hinum níu nefndarmönnum.  Þeir saka nefndarmenn um að taka ekki allt með í reikninginn.  Það er óvissa til að mynda um hve mikil hlýnun hlýst af ákveðið miklu magni af gróðurhúsalofttegundum, hve mikið tjónið af ákveðnu hitastigi eykst mikið og hvað er ákjósanlegt jafnvægi á milli aðlögunar á móti forvörnum vegna hnattrænnar hlýnunar.  Þessir tveir þingmenn segja að í skýrslu IPCC séu margir óvissuþættir og hefur það verið viðurkennt í viðmiðum sem kynnt hafa verið stjórnmálamönnum.  Í mörgum útgáfum hefur verið undirstrikað að pása virðist hafa verið í  hnattrænni hlýnun síðan 1997.  Um þriðjungur af öllu kolefni sem leyst er út af mannkyninu síðan iðnvæðing hófst hefur farið út í andrúmsloftið síðan 1997.  Þrátt fyrir það er hækkunin ekki umtalsverð.  Samkvæmt öllu þá eru met slegin í útblæstri en sannanir fyrir hlýnun vantar og hún sé af sökum útblásturs vantar.

Nefnd um orku og loftslagsbreytingar tekur annan pól í hæðina í sinni skýrslu.  Segja þeir að tímabil einhverskonar pásu sé í samræmi við eldri möt og áskapaðar loftslagsbreytingar séu til staðar.  Núverandi tímabil pásu í hnattrænni hlýnun grefur ekki undan meginniðurstöðum WG1 (working group 1) og framlagi hópsins til fimmtu matsskýrslunnar þegar á heildina er litið í langtíma orkumálum.  Þrátt fyrir þessa pásu þá hafi fyrsti áratugur þessarar aldrar verið sá hlýjasti og búist við að áframhaldandi hlýnun verði á næstu áratugum.

Fara á BBC hér