Hlýnun jarðar hægari næsta áratug, en svo gefur í

hafstraumarVGH | Hafstraumar í Atlantshafi gætu verið orsökin fyrir hægari hlýnun jarðar nú og það ástand gæti varað í allt að 10 ár samkvæmt nýjum rannsóknum.  Vísindamenn hafa átt í erfiðleikum með að útskýra þessa svokölluðu “pásu” í hlýnun loftslags sem hófst að virðist vera 1999 þrátt fyrir aukningu kolefnis í andrúmslofti.  Nýjasta kenningin segir að náttúruleg 30 ára hringrás í Atlantshafi sé á bak við pásuna.   Vísindamenn segja að þessi hægfara straumur gæti haldið áfram þessu ferli í allt að 10 ár í viðbót.  Hins vegar benda þeir á að þegar því ferli ljúki megi búast við því að hitastig aukist með mun meiri hraða.

Samkvæmt Intergovernmental Panel on Climate Change (IPCC) hefur meðalhlýnun í heiminum aukist um 0.05 C á áratug á tímabilinu 1998-2012.  Hækkunin var hins vegar 0.12 C ef tekið er meðaltalið á árunum 1951-2012.  Fjöldi kenninga hafa verið settar fram um ástæður þessarar pásu á hækkun hitastigs á sama tíma og útblástur kolefnis hefur verið með hæsta móti.  Þessar kenningar innihalda meðal annars mengun eins og sótagnir sem endurkasta hita sólar aftur út í geym.  Aukinni eldvirkni síðan 2000 hefur einnig verið kennt um sem og breytingum á virkni sólar.  Nýjasta kenningin snýr að höfunum og staðsetningunni hvar hitinn lækkar.  Á síðasta ári gaf rannsókn til kynna að ákveðið ferli í Kyrrahafi takmarkaði hækkun.  Hins vegar kemur fram í allra síðustu vinnu varðandi þessi mál og birt var í Journal Science sem beinir augum manna frá Kyrrahafi að Atlantshafi og Suðurhöfum.

Vísindateymi leitt af professor Ka-Kit Tung frá Háskólanum í Washington í Bandaríkjunum upplýsir að það séu engar sannanir fyrir því að náttúrulegt 30 ára ferli strauma, hiti og kæli heiminn þegar þeir sökkvað miklu magni af hita djúpt í hafið.  Þeir notuðust við búnað sem kallast Argo floats sem safnar sjó niður á 2.000 metra dýpi.

Ísöldin hræðir
Vísindamennirnir segja að aðrar skýringar sé að finna á árbilinu 1945-1975 sem eigi rætur að rekja til straums sem beinlínis færi hitann niður sem aftur leiðir hugann að nýrri ísöld.  Frá árinu 1976 virðist þó sem þetta snúist við og hiti í heiminum hækki.  Hins vegar síðan árið 2000 þá hafi hitinn farið dýpra og meðalhiti því ekki hækkað umfram það met sem sett var árið 1998.  Prófessor Tung segir þessar niðurstöður vera mjög upplýsandi.  Telur hann að undir 700 metra dýpi í Atlantshafi og í Suðurhöfum þá geymist beinlínis hitinn, en ekki í Kyrrahafi eins og áður hafi verið talið.  Lykilatriðið hér er þessi nýji skilningur á seltu sjávar.  Atlantshafið verður saltara vegna uppgufunar.  Þetta hefur það í för með sér að sjór sekkur fyrr og tekur hitann með sér niður.  Þrátt fyrir þetta þá þá virðist saltur sjór bræða nægan ís á pólsvæðunum og hægir þannig á hafstraumnum sem ber hitann með sér á yfirborði.

Fyrir árið 2006 jókst seltumagn sem gaf til kynna að straumurinn væri að hraða sér segir professor Tung.  Eftir árið 2006 hins vegar þá hafi þessi selta minnkað þó hún sé ennþá yfir langtíma meðaltali.  Nú hægist hins vegar á.  Þegar þetta ferli fari niðurfyrir langtíma meðaltalið þá hefjist næsta hraða hlýnunarskeið.  Eftir að hafa skoðað niðurstöður úr Argo floats og gögn aftur um 350 ár telur prófessor Tung að hægt sé að staðfesta ákveðið náttúrulegt 70 ára hringferli hlýnunar og kólnunar.  Þetta sögulega mynstur segir hann gæti framlengt pásuna svokölluðu.  Þar með má búast við því að hún vari í allt að 10 ár í viðbót, mögulega styttra þó vegna hnattrænar hlýnunar sem bræðir meiri ís, ís sem flæðir í Atlantshafið.  Sögulega má því segja að við séum í miðri hringrás nú.

Fjöldi annarra vísindamanna á þessu sviði viðurkenna að rannsóknir Tung sé viðbót við aðrar vísbendingar um að Atlantshafið hafi áhrif á pásuna.  Prófessor Reto Knutti frá ETH í Zurich birti nýlega yfirlit yfir allar kenningar um þessi mál.  Mér sýnist að bæði náttúrulegt ferli hafanna og andrúmsloftsins sé mikilvægt í þessu samhengi segir hann.  Hins vegar sé mikilvægt að auka skilning á þessum breytum til þess að skilja breytingar fortíðarinnar þar með talið á milli mismunandi líkana og rannsókna.  Ásamt því að spá um framtíðina og þá sérstaklega svæðisbundið þar sem ákveðnar breytur séu ráðandi þegar kemur að gróðurhúsalofttegundum.

Aðrir vísindamenn segja að kenningin um Atlantshafið sé áhugaverð en miklu fleiri rannsókna sé þörf.  Við höfum einfaldlega ekki næg gögn segir Dr. Jonathan Robson frá Háskólanum í Reading í Bretlandi.  Ef um er að ræða 60 ára hringrás í höfunum þá höfum við ekki rannsakað það allt, aðeins áhrifin af henni.  Við gætum því þurft að bíða í 15-20 ár til þess að vita nákvæmlega hvað er að gerast.  Prófessor Tung telur hins vegar að hvað sem líður ástæðu eða lengd pásunnar þá séum við að klifra upp stigann í þessum efnum þegar kemur að hækkun hitastigs, sem mun verða þegar Atlantshafsstraumurinn snýr sér aftur.  Á endanum þegar þessu tímabili lýkur þá muni hækkunin gerast mjög hratt, alveg jafn hratt og gerðist síðustu þrjá áratugi 20.aldarinnar, nema hvað þá hefjum við ferlið í hærra hitastigi en áður.  Hitastigið og áhrif þess verða því mun meiri en áður.

Fara á BBC hér