Ástralskir vísindamenn greina tengsl á milli loftslagsbreytinga og heilsu almennings

vistkerfiVGH | Ástralska vísindasamfélagið hefur leitt saman sérfræðinga til þess að kortleggja áhrif hnattrænnar hlýnunar á öfga veðurfyrirbæri, sjúkdóma og fæðuöryggi.

Loftslagsbreytingar ógna mögulega lífsskilyrðum í Ástralíu, möguleikum samfélaga og setja pressu á samfélagsstöðugleika.  Emerítus prófessor Bruce Armstrong hjá Heilbrigðis-háskólanum í Sydney sagði við fjölmiðilinn Guardian í Ástralíu að málið væri bæði samfélagslega og vísindalega mikilvægt.  Þrátt fyrir hvað sumir segja þá er hnattræn hlýnun staðreynd og loftslag er að breytast og það er auðvelt að sjá hvernig það mun hafa áhrif á heilsu fólks.  Þar til nú þá hefur lítið verið um vísindalegar rannsóknir á áhrifum loftslagsbreytinga á heilsu.   Fólk lítur gjarnan á loftslagsbreytingar þannig að þar sé aðeins verið að tala um hækkun hitastigs og það sé þá eitthvað sem það getur höndlað.  Það hugsar ekki alvarlega út í áhrifin sem af því hljótast þrátt fyrir aðeins verði lítil hitabreyting frá meðalhita, en þau verða nokkuð mikil.

Fræðasamfélagið í Ástralíu leiddi saman 60 vísindamenn og rannsóknaraðila í Brisbane og vonuðust til þess að hafa áhrif á þá aðila sem móta stefnuna og stjórnvöld þannig að brugðist yrði við vegna þessarar ógnar á heilsu almennings.  Vísindamennirnir voru beðnir að finna tengsl á milli aukinna veðuröfga og áhrifa á heilsu.  Teymið kallast Think-tank og voru myndaðir hópar sem áttu að skoða sérstaklega fimm fyrirfram ákveðin atriði: hitastig og öfga veðurfyrirbæri, sjúkdóma, fæðu- og vatnsbyrgðir, lífsafkomu og möguleika, öryggi, samfélagslegan óstöðugleika og átök.  Hver hópur eyddi tveimur dögum í rannsóknir á lykilatriðum og gerði punkta sem nota skyldi í skýrslu síðar á árinu.  Armstrong sagði að loftslagsbreytingar hefðu mögulega áhrif á heilsu almennings beint gegnum hitabylgjur og öfga veðurfyrirbæri og óbeint í gegnum aukningu ákveðinna sjúkdóma t.d. einangrun sjúklinga væri rofin vegna flóða.  Forseti fræðasamfélagsins professor Andrew Holmes skrifaði um líkleg áhrif loftslagsbreytinga á heilsu og líðan fólks.   Loftslagssérfræðingurinn Dr. Ailie Gallant hjá Monash háskólanum sagði að þetta hefði verið nokkur áskorun en ein af rannsóknunum leit að því að skoða áhrif loftslagsbreytinga á framtíðar fæðu- og vatnsframboð.  Allur ferill framleiðslu og flutnings var skoðaður en fyrr á þessu ári varaði Jim Yong Kim forseti World Bank við því að áhrifin af loftslagsbreytingum verði helst þau að barátta verði um vatn og fæðu.  Sagði hann einnig að þessara áhrifa mundi gæta á næstu 5-10 ára.  Hlutverk Think-tank var að koma saman og leysa flókið vandamál í sameiningu.  Að því koma verkfræðingar, mannfræðingar, mannvistarlandfræðingar og vísindamenn á sviði heilsurannsókna svo eitthvað sé nefnt.  Með því að sérfræðingar á mismunandi sviði leggi saman krafta sína er hægt að hugsa um þessa hluti frá ólíkum sjónarhornum sem venjulega er ekki gert.

Það sem var mælt með eftir þessa vinnu vísindamannanna var að bæta þyrfti viðvörunarkerfi, uppbyggingu samfélaga, þróa rannsóknarramma til þess að tengja saman rannsóknir og fræði, minnka matarafganga og gera fleiri rannsóknir sem lúta að tengslum átaka, óstöðugleika og loftslagsbreytinga.

Prófessor Neville Nicholls hjá landfræði- og umhverfissviði Monash Háskólans sagði að niðurstöður hópsins séu hannaðar til þess að bjarga mannslífum og bæta lífsafkomu fólks í framtíðinni.  Ef við getum aðlagað okkur betur að þessum aðstæðum og reynt að forðast áhrif öfga fyrirbæra á heilsu þá væri það besta leiðin til þess að aðlagast loftslagsbreytingum sem við getum ekki lengur forðast.  Þetta er orðið áríðandi sérstaklega þar sem stjórnvöld eru sein að taka við sér og aðlaga sig.  Þetta er tilraun til þess að hafa áhrif á hvernig rannsóknir eru gerðar í Ástralíu.  Það sem vísindateymið mælir með í niðurstöðum sínum er lesið af ráðherrum Ástralíu og stjórnsýslunni og þarna er vonandi möguleiki til þess að benda á það sem þarf að gera og rannsaka.

Þrettán undanfarin Think-tank hafa tekið á viðfangsefnum sem lúta að landbúnaðarframleiðslu, endurheimt náttúruauðlinda, vatnsstjórnun og aukningu mannfjölda.  Vísindasamfélagið stefnir að því að klára skýrslu með því sem mælt er með og kynna fyrir þeim aðilum sem móta stefnuna, stjórnmálamönnum og almenningi í desember.

Fara í frétt á The Guardian hér