Áhyggjur af kolefnisútblástri vegna viðarbrennslu

VidarbrennslaVGH | Viðarbrennsla til orkuvinnslu getur leitt til óæskilegs kolefnisútblásturs á sama hátt og kolabrennsla samkvæmt skýrslu breskra stjórnvalda.  Breskir skattgreiðendur láta nú fjármuni í orkufyrirtæki sem brenna við til þess að standast markmið Evrópusambandsins um endurnýjanlega orku.  Skýrslan sem nú er komin frá deild um orku og loftslagsbreytingar (DECC) sýnir hins vegar að mun minna kolefni færi út í andrúmsloftið ef viðurinn væri ekki nýttur á þennan hátt heldur látinn standa í skógunum, sem aftur geyma kolefnið.  Þetta bendir til þess að viðarbrennsla bæti frekar í loftslagsbreytingar en öfugt.  Skýrslan hefur valdið nokkrum ursla innan DECC þar sem ljóst er að settar reglur séu ekki hugsaðar alla leið.   Ríkisstjórnin hefur nú lofað að þrengja regluverkið varðandi viðarbrennslu og setja viðmið.  Umhverfissinnar vilja sjá tímasetta áætlun varðandi þetta mál.  Þeir fara fram á að nýtt regluverk byggist á þessari nýju skýrslu.

Heil tré eða trjáúrgangur
Brennsla lífmassa eins og viðar er ekki mengunarfrítt ferli.  Það hefur í för með sér útblástur gróðurhúsalofttegunda bæði við flutning og eins þegar viðurinn er brenndur.  Þeir sem eru fylgjandi viðarbrennslu segja hins vegar að svo fremi sem ný planta kemur í stað þeirrar sem brennd er sé viðarbrennsla betri en að nota jarðefnaeldsneyti eins og olíu og gas.  Viðarbrennsla sé þannig í raun endurnýjanleg orka vegna þess að tré taka í sig og geyma kolefni sem fer út í andrúmsloftið vegna viðarbrennslu.

Skýrsla DECC segir að lykilmistökin í fyrrum útreikningum stjórnvalda liggi í að viðurkenna ekki mismunandi áhrif sem verða til þegar mismunandi tegundir af skógum séu notaðir.  Brennsla viðar frá náttúrulegum skógum  nær ekki settu markmiði samkvæmt skýrslunni en tilbúin orka frá viðarafgöngum sem hvort eð er yrðu brenndir einhversstaðar á opnum svæðum við vegi mundi hins vegar gera það.  Það hefði ávinning fyrir umhverfið í för með sér þegar á heildina er litið.    DECC birti rannsókn um þetta efni eftir að grein frá bandarískum fræðingi sýndi að brennsla trjáa leggðu meira til útblásturs kolefnis en kolabruni þ.e. þegar búið er að taka með brennslu vegna flutnings trjáa til brennslu.

Við trúðum þessu varla þegar við sáum þetta fyrst segir heimildarmaður stjórnvalda við BBC.  Við gerðum síðan útreikninga og fundum út að við hefðum gert mistök.

Flókið og ekki allir sammála
Kenneth Richter frá Friends of the Earth segir að nýjar reglur sárlega vanti.  Núverandi reglur gera það ómögulegt fyrir stjórnvöld að vita hvort verið er að brenna við á þann hátt sem er betra umhverfið og loftslagsmálin.   Kenneth bætti síðan við að þetta væri auðvitað mjög vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina því þeir hafa nú loksins áttað sig og viðurkennt það sem við höfum verið að segja í langan tíma.

Stærsta orkuver Bretlands Drax er nú að skipta helming brennsluofna sinna sem voru notaðir til kolabrennslu yfir í viðarbrennsluofna vegna þess að þeir telja sig vera að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.  Fyrirtækið fer fram á að nota viðarafganga sem annars yrðu notaðir sem úrgangur, en málefnið er flókið og ekki allir sammála.  Fyrirtækið er með viðarvinnslu í Bandaríkjunum og þar er safnað skífum og afgöngum af trjám.  Þessi viður er talinn heppilegur til vinnslu í orkuverum.  Síðan er önnur viðarvinnsla sem sendir lífmassa til Bretlands en það er í formi trjáa sem felld eru á blautum regnskógasvæðum.  DECC reiknivélin getur aðstoðað stjórnvöld og iðnaðargeirann við að ákveða hvaða tegund nákvæmlega af lífmassa er heppilegur til brennslu.  Viðurinn verður eftir sem áður sendur langar leiðir.  Skýrslan bendir á að mögulega er nægur viðarafgangur í bandarískum skógum til þess að sjá Bretlandi fyrir núverandi eftirspurn á sjálfbæran hátt.  Hins vegar er erfitt að reikna út ýmis áhrif þegar litið er til allrar iðnaðarframleiðslu.

Skammtímamarkmið
Hver eru síðan áhrifin á jarðvegsuppbyggingu og næringarefni ef allur viðarútgangur sem fellur til í skógum er hreinsaður burtu af svæðinu?  Hver er kostnaðurinn ef Bandaríkin þurfa að flytja inn við frá öðrum löndum til þess að framleiða pappír.  Bandarískir vísindamenn skrifuðu til orkumálaráðuneytisins í Bretlandi þar sem Ed Davey segir að breskt regluverk varðandi lífmassa sé að skaða villta náttúru í Bandaríkjunum og að viðarbrennsla sé tímabundin lausn við skammtímamarkmiði þegar kemur að losun kolefnis.  Þetta sé aðeins til ársins 2027.  Óvissa í regluverki eftir þann tíma þýðir að fjárfestar gætu hætt að byggja upp ný viðarorkuver í Bandaríkjunum.  Þetta gæti haft í för með sér ákveðna náttúrulega bremsu í þessum viðskiptum sem annars er búist við að stækki um allt að 23.5 milljónir tonna.

Dorothy Thompson framkvæmdastjóri hjá Drax orkuverinu segir að sjálfbærni sé höfuðáhersla þegar litið er til þeirra stefnu í vinnslu lífmassa.  Vísindarannsókn unnin af DECC staðfestir að Drax hefur alltaf haldið því fram að það sé hægt er vinna við á rangan og réttan hátt.  Það er því ánægjulegt að viðurkennt er að ef lífmassi er tekinn á sjálfbæran hátt þá sé hægt að minnka útblástur kolefnis.   Hún segir að helstu aðilar í þessum geira í Bretlandi beri nú saman bækur sínar og ætli að setja sínar eigin reglur og viðmið fyrir allan iðnaðinn í heild sem allra fyrst.

Dr. Bernie Bulkin fyrrverandi formaður skrifstofu Endurnýjanlegrar orku hjá DECC segir að þetta sé flókið mál og þurfi að vinna vandlega því það skipti miklu máli hvar lífmassinn sé ræktaður, hvernig hann sé fluttur til Bretlands og hvort hann sé sérstaklega ræktaður til slíkrar vinnslu eða hvort um afganga sé að ræða og þess háttar.  Sumar aðferðir muni verða árangursríkar en aðrar ekki.  Sumt fólk mun mjög líklega taka upp alla gallana og tala mest um þá, en það eru mistök.  Það sem við þurfum nú er að setja þetta kerfi upp og þróa það svo við getum náð fram bestu mögulegu aðferðinni og árangri.

Fara á BBC hér