Vafasamleg fjármögun á býflugnarannsóknum breska ríksins

Laboratory colony of numbered Eastern Bumblebees in their nest (Bombus impatiens), USA.VGH |  Skýrsla varar við því að láta framleiðendur skordýraeiturs fjármagna lykilrannsóknir þegar kemur að stefnu ríkisstjórnar Bretlands um að fjölga býflugum til frjóvgunar.

Mikilvægum framtíðarrannsóknum varðandi býflugur er þannig stefnt í voða vegna fjármögunar þeirra segir í yfirlýsingu frá þingmanni.  Býflugur gegna mikilvægu og lykilhlutverki þegar kemur að frjóvgun vegna um ¾ hluta af allri fæðuuppskeru.  Býflugum hefur nú fækkað verulega vegna þess að vistsvæðum þeirra hefur verið eytt eða vegna sjúkdóma og notkunar skordýraeiturs. Nýjar rannsóknir halda utan um lykilatriði í áætlun ríkisstjórnar Bretlands til þess að fjölga býflugum en þær verða hins vegar fjármagnaðar af framleiðendum skordýraeiturs.  Umhverfisráðherrum Bretlands hefur mistekið í viðleitni sinni árið 2013 að banna ákveðnar tegundir efna sem tengd hafa verið fækkun býflugna og hvetur EAC (Environmental audit select commitee) ráðherra í skýrslu sinni að hætta andstöðu og þrætum í þessu máli því nægar sannanir séu um tjón af þessum efnum.  Milljónir almennings hvetja til bannsins.

Þegar kemur að rannsóknum varðandi skordýraeitur þá hefur Defra (Department of Environment, Food and Rural Affairs) látið þessa aðila sjá um að fjármagna verkið, segir formaður EAC Joan Walley.  Ef rannsóknin á að njóta trausts almennings þá verður hún að vera óháð og sjálfstæð og passa verður upp á hvert skref sem tekið er í henni.  Ólíkt öðrum rannsóknum sem fjármagnaðar eru af framleiðendum skordýraeiturs þá þarf þessi rannsókn að birtast í fullri lengd.  Samkvæmt EAC þá hafa nýjar rannsóknir bætt í þá vitneskju að tengsl eru á milli skordýraeiturs og fækkun býflugna.  Walley segir að Defra ætti að viðurkenna bannið og hætta að reyna að koma í veg fyrir það þegar nefnd ESB gefur úr skýrslu sína á næsta ári.  Hún bætir við að ráðherrar ættu að gefa það skýrt til kynna að allar mótbárur verði kveðnar niður.

Fækkun býflugna til frjóvgunar er nú verkefni númer eitt þegar kemur að umhverfismálum segir Matt Shardlow hjá Buglife samtökunum.  Stefna Defra í þessum málum er tækifæri fyrir umhverfisráðuneyti Liz Truss til þess að koma föstum böndum á þetta mál.  Forveri hennar Owen Paterson sannfærði ítrekað Evrópusambandið um að Bretar vildu innleiða bannið og allt átti að gerast á næstu dögum.  Syngenta afþakkaði að tjá sig um nýja skýrslu EAC.  Nick von Westenholtz formaður Samtaka um verndun uppskeru, sem Syngenta er aðili að, segir að skýrslan sé vonbrigði.  Ríkisstjórnin með sérfræðingum sínum hefur beinlínis sagt að engar vísbendingar séu til þess fallnar að breyta afstöðu stjórnvalda til málsins og að efnið neonicotinoids sé öruggt til notkunar og skaði ekki umhverfið segir hann.  Það skiptir öllu máli að slíkar ákvarðanir byggist á öruggum vísindum en ekki vinsældum stjórnmálamanna.

Von Westenholz segir að alþjóðleg stefna í býflugnamálum sé nú að verða til og komi til með að segja að skordýraeitur sé mikilvægt þegar kemur að fæðuframleiðslu og sé regluverk í kringum það góðar.  Julian Little hjá Bayer CropScience segir að þeir styðji stefnuna og trúi því að ef hún verði innleidd að fullu þá muni árangurinn í því að vernda og fjölga bæði hunangsflugum og villtum býflugum vel sjást.  Slíkt sé lykilatriði til þess að tryggja frjóvgun bæði uppskeru og blóma.  Bayer CropScience eins og Syngenta framleiða efnið neonicotinoids sem bannað hefur nú verið af Evrópusambandinu. Efnið er mest notaða skordýraeitur í heiminum.

Sandra Bell hjá Friends of the Earth segir að ef áætlun stjórnvalda til þess að vernda býflugur í Bretlandi eigi að njóta einhvers trúverðugleika verði að styðja bannið til þess að lágmarka skaða býflugna og setja fram stefnu með það að markmiði að minnka notkun skordýraeiturs.  Ríkisstjórn Bretlands er bundin af lögum Evrópusambandsins um að minnka notkun skordýraeiturs en hefur valið að setja engin tímasett markmið.  Bell bendir á að EAC skýrslan gagnrýni Defra fyrir að geta ekki sýnt skýrt fram á að bann við notkun efnisins neonicotinoid muni minnka uppskeru bænda.

Fara á The Guardian hér