Gos hafið norður af Dyngjujökli

 

Dyngjujökulsgos hafiðSprungugos hófst um miðnætti nyrst í Holuhrauni, norður af Dyngjujökli.  Gosið sést ekki á radar samkvæmt Veðurstöfunni og öskuframleiðsla er talin óveruleg.  Vísindamenn á svæðinu telja að gosið sé nokkra km norður af sporði Dyngjujökuls og að hraun renni til suð-austur og virðist það renna nokkuð hratt.  Veikur gosórói sést á jarðskjálftamælum í samræmi við hraungos án verulegrar sprengivirkni.  Engin merki sjást um jökulhlaup.  Vísindamenn geta ekki sagt til um þróun gossins en verið er að skoða hinar ýmsu sviðsmyndir sem komið gætu upp.  Enn sem komið er stafar ekki hætta frá gosinu.

Á vefmyndavélum má sjá hvíta bólstra stíga upp frá gosinu þegar hraun skríður fram.  Hægt er að fylgjast með gosinu hér á vefmyndavél Live from Iceland.