Loftslag helsti þátturinn þegar kemur að eyðileggingu skóga í Evrópu

skogarevropuVGH | Mikill óstöðugleiki hefur leikið skóga Evrópu grátt í gegnum alla 20. öldina og samkvæmt nýrri rannsókn eru ástæðurnar ýmist vindar, ákveðnar bjöllutegundir og skógareldar.  Miklir skógareldar hafa til að mynda verið á Spáni og í Portugal, þrjár tegundir af pestum komu upp í Mosku en einnig eru tré komin að þeim tímapunkti að þau geta ekki tekið upp meira af kolefni, þau eru einfaldlega orðin full af því.  Það má því segja að hlutverk skóga í Evrópu sé að tapast.

Vísindateymi sem staðsett var í Evrópu komst að því að loftslagsbreytingar leika stærsta hlutverkið í þessu ferli.  Hins vegar væri ekki búið að leysa það hvernig framtíðaráhrifin yrðu miðað við áframhaldandi loftslagsbreytingar.  Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Journal Nature Climate Change.

Niðurstöður vísindateymisins voru þær að lang stærstur hluti trjáa deyja vegna skógarelda, skordýraplágu eða sterkra vinda sem hafa mikil áhrif á vistkerfi skóga.  Einn af höfundunum Rupert Seidl frá háskóla Náttúruauðlinda og lífvísinda í Vín sagði að þessir atburðir hafi aukist verulega að tíðni undanfarna áratuga sem aftur hefur áhrif á sjálfbærni vistkerfis skóganna.  Hann segir að tíðni og alvarleiki skógarelda hafi aukist um allan heim síðasta áratug og bætti við að bjölluplága til dæmis í Norður Ameríku og Mið Evrópu hafi farið upp úr öllu valdi.

Vísindateymið telur aukningu vegna þessara þátta vera alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga þegar kemur að vistkerfum skóga.  Helsta verkefnið hefur verið að planta nýjum trjám til þess að minnka kolefnisútblástur af mannavöldum.  Hins vegar varaði vísindateymið við því að ef þessir þættir halda áfram að herja á vistkerfi skóganna gæti það haft áhrif á getu trjáa til þess að geyma kolefni.  Enn fleiri áhrif gætu farið að koma fram þegar áhrifin fari að verða mikil á mikilvæg vistkerfi og þannig ógna vistkerfisþjónstu náttúrunnar sem við erum háð.  Til að mynda gæti timburverð fallið þar sem varan er skemmd vegna vinda og sveppasýkinga. Þetta mundi leiða til hærri kostnaðar við stjórnun skóga.  Drykkjarvatn gæti einnig farið að verða fyrir neikvæðum áhrifum því slík vatnsból reiða sig á vistkerfið í kring.

Öll þessi áhrif munu því geta haft veruleg áhrif á stjórnun og hlutverk skóga og hætta á því að hafa þurfi meira fyrir því að halda skógum Evrópu gangandi til þess að viðhalda vistkerfum og vistkerfisþjónustu sem náttúran gefur okkur.  Að öðrum kosti er þessi þjónusta náttúrunnar í hættu í framtíðinni.

Fara á BBC hér