Stór hluti kolanotkunar heimsins er ekki talinn með

KolefnisvinnslaÁhrif á loftslag vegna jarðefnaeldsneytis í orkuverum heims er töluvert vanmetið vegna lélegra talninga segja vísindamenn.  Ríkisstjórnir gætu fengið mun raunsannari mynd ef tekið væri tillit til líftíma orkuvera frá því þau hefja framleiðslu.  Þessi útblástur hefur verið að aukast um 4% á ári á árbilinu 2000-2012.  Orkuver í Kína og Indlandi eru á bak við helming þess magns.

Eins og núverandi talning Sameinuðu þjóðanna er framkvæmd telur hún aðeins útblástur frá kolum og gasi sem kemur frá rafmagnsframleiðslu á því ári sem hún á sér stað.  Með þessu er verið að fela staðreyndir.  Samkvæmt höfundum nýrra skýrslu um þetta mál þá þýðir þessi aðferð að undanskilinn er stór partur af heildarmyndinni.  Við erum að reyna að benda á það að ekki þýðir að mæla bara útblástur framleiðslu hvern dag segir prófessor Róbert Socolow hjá Princeton Háskólanum.  Með því að taka með í reikninginn líftíma um 40 ár hafa vísindamenn reiknað út að orkuver byggð árið 2012 eru að framleiða um 19 billjónir tonna af kolefni.  Þetta er miklu meira en þau 14 billjónir tonna sem framleidd eru af orkuverum jarðefnaeldsneytis á sama ári.  Við höfum í raun verið að fela mikið magn fyrir sjálfum okkur segir prófessor Socolow.

Nýtt kolaorkuver er byggt í hverri viku
Kínverjar hafa byggt mikið magn síðan árið 1995 sem er stór þáttur í þessu.  Slík orkuver í Kína eru á bak við 42% af útblæstri framtíðarinnar á meðan Indland ber ábyrgð á 8%.  Á móti eru Bandaríkin og Evrópa á bak við 20% af þessu magni.  Bandaríkin og Evrópa hafa ekki ekki verið að fylgjast með þessum breytingum vegna orkuvera í þróunarlöndum segir prófessor Socolow.   Helst hefur verið horft til þróunar sem er að verða í miðausturlöndum.  Hins vegar er það staðreynd að langflest þróunarlönd eru að leita að kolum í orkuver til þess að hefja iðnvæðingu.  Samkvæmt skýrslunni þá er líftími framleiðslu allra orkuvera jarðefnaeldsneytis í heiminum um 300 billjón tonn af kolefni en slíkt magn leggur sitt að mörkum til hækkunar hitastigs yfir 2C þröskuldinn.

Á heimsvísu hafa verið byggð meira af kolaorkuverum á síðastliðnum áratug en nokkrum öðrum áratug þar á undan.  Lokun gamalla orkuvera nær engan veginn upp í þá fjölgun segir einn höfundanna prófessor Steven Davis hjá Háskólanum í Californía, Irvine.   Miðað við þær fjárfestingar sem raunverulega eru gerðar í því sem eykur á vandann þá erum við langt frá því að leysa loftslagsvanda heimsins segir hann.  Vísindamenn segja að þessir útreikningar þýði ekki að ekki sé hægt að komast fyrir þetta.   Þeir segja að með virkum kolefnismarkaði og þróun í aðferðum og tækni við að geyma kolefni þá mætti minnka þessa tölu.

Fara á BBC hér