Grænlandsjökull hefur minnkað tvöfalt frá því um aldamótin

GraenlandsisVGH | Nýtt mat úr evrópska gervitunglinu GryoSat sýnir að Grænlandsjökull hafi tapað um 375 km3 af ís á hverju ári.  Þegar þessu er bætt við það ístap sem á sér stað á Suðurskautinu þýðir það að þessar tvær stóru ísbreiður jarðar eru nú að dæla 500 km3 af ís í sjó fram árlega.  Magnið sem báðar ísbreiðurnar samanlagt bæta við hækkun sjávarborðs hefur þannig tvöfaldast síðan 2009 segir Angelika Humbert frá Alfred Wegener stofnuninni í Þýskalandi.  Það er gríðarlegt magn segir hún.

Í skýrslu í The Gryosphere journal reiknar AWI teymið þó ekki út hækkun sjávarborðs beint en hins vegar ef þetta magn er haft í huga má búast við að hækkun vegna þessa sé rúmlega millimetri á ári.  Nýjasta rannsóknin byggir á gögnum sem Geymferðastofnun Evrópu safnar frá GryoSat.  GryoSat var skotið á loft árið 2010 með hátæknibúnað sem sérhannaður er til þess að mæla lögun á ísbreiðu pólssvæðanna.

AWI teymið sem Veit Helm leiðir hefur verið um 2 ár að safna gögnum fyrir 2012/2013 til þess að byggja upp líkan (DEMs) af Grænlandsjökli, og Suðurskautslandinu til þess að geta metið þetta.  Þessi líkön taka til 14 milljón hæðarmælinga af Grænlandi og einhverra 200 milljón fyrir Suðurskautslandið.  Þegar þessar mælingar eru bornar saman við gögn sam safnað var af Bandarísku Geymferðastofnuninni IceSat á árunum 2003-2009 geta vísindamenn reiknað út breytingar á ísnum.  Grænlandsjökull stendur nú frammi fyrir mestu bráðnun eða um 375 km3 (+/- 24 km3 á ári), sem mest kemur fram á vestur og suðaustur ströndinni.  Mikil þynning sést á norðaustur Grænlandsjökli einnig.  Þetta eru þrír jöklar sérstaklega, en einn þeirra, Zachariae Isstrom hefur hörfað mjög mikið.  Prófessor Humbert segir sérstaklega bera á því að bráðnunin sé á efri svæðum jökulsins en slíkt hafi ekki verið skráð áður.

Á Suðurskautslandinu er bráðnunin um 128 km3 á ári,( +/- 83 km3 á ári).  Eins og aðrar rannsóknir hafa komist að niðurstöðu um þá er þetta mest vestan megin á svæðinu í kringum Amundsensjó.  Stórir jöklar eins og Thwaites og Pine Island eru að þynnast og hörfa hratt.  Á sumum stöðum verður þó vart við þykknun eins og við Dronning Maud Land þar sem nokkur snjókoma hefur mælst.  Hún hefur þó ekki áhrif á tap íssins  vestanmegin á Suðurskautslandinu.  Breskur hópur gerði nýlega sína eigin skýrslu um Suðurskautið og notaðist við algóritma til þess að vinna úr tölum CryoSat.  Skýrsla AWI er mjög sambærileg og notuðu Þjóðverjarnir sömu aðferð á Grænland þannig að hægt er að bera þetta tvennt saman.

Minnkunin virðist líka vera sú sama og úr rannsóknum frá Ameríska Grace verkefninu sem notast við aðra tegund af gervitungli.  Sömu niðurstöður fást þegar litið er til magns af ís sem bráðnar út í höfin.  Prófessor Andy Shepherd sem vann með breskum hópi og gaf skýrslu í mai s.l. segir að niðurstöður GryoSat séu mjög spennandi og þakkar AWI teyminu.  Hins vegar sé þessi aukning á bráðunun íss sem nú sé orðin staðreynd, áhyggjuefni og minni á að ísbreiður pólsvæðanna eru enn í miklum breytingafasa og muni leggja til hækkunar sjávarborðs í framtíðinni.

Fara á BBC hér