David Attenborough segir að friðun og garðar séu ekki nóg til þess að vernda náttúruna

Sir David AttenboroughVGH | Attenborough kallar eftir nýrri nálgun við friðun og verndun náttúru og hvetur fólk til þess að nota allt pláss í görðum og við vegi til þess að hjálpa villtri náttúru.  David Attenboroug ákallar stjórnmálamenn, stjórnendur fyrirtækja og friðunarsinna og segir að friðun náttúru og þjóðgarðar séu hvergi nærri nóg til þess að koma í veg fyrir mikla hnignun náttúrunnar.  Hann segir að nota þurfi hvern þumlung í Bretlandi allt frá görðum í úthverfum til svæða við vegi til þess að hjálpa villtri náttúru.   Hann kallar eftir nýrri nálgun við friðun sem felur í sér sýn á þær breytingar sem hnattræn hlýnun hefur í för með sér og mikla fjölgun mannkyns.

Árið 1945 var talið nóg að búa til náttúrugarða og friða náttúruna til þess að leysa þetta vandamál en slíkt á ekki lengur við segir hann.  Það er einfaldlega ekki nóg lengur.  Allt svæði á landsbyggðinni ætti að vera fyrir villta náttúru hvort sem við erum að tala um garða í bæjum og borgum eða svæði meðfram og við vegi.  Attenboroug talaði á RSPB ráðstefnu um náttúru í London og sagði að villt náttúra í Bretlandi væri á grafarbakkanum og hreinlega að hverfa.  Um 50% af broddgöltum hafa horfið á 25 árum, 90% af náttúrulegum móum hafa horfið á 100 árum, 60% af allri villtri náttúru er að hverfa eða í hættu og 10% er ekki hægt að bjarga á næstu áratugum.  Enginn blettur í Bretlandi er undanskilinn og án áhrifa mannsins.  Hann hvetur fólk til að bregðast við núna.  Við vitum að loftslagsbreytingar eru að gerast og valda gríðarlegum breytingum á dreifingu dýra og fugla á landsbyggðinni.  Við verðum að viðurkenna breytingarnar og bregðast við.  Nýjar dýrategundir og plöntutegundir koma í staðinn á meðan aðrar færa sig norðar.  Við eigum ekki að berjast á móti heldur aðlagast.

Vegna þess hve flókin tengsl eru á milli samfélaga og náttúru er augljóst að við verðum að gera allt sem í okkar valdi er til þess að varðveita náttúruna.  Eftir því sem fótspor mannkyns á jörðinni stækkar verða meiri áhrif á villta náttúru, en sem einstaklingar getum við verið partur af lausninni til að bjarga henni.

Nick Glegg ráðherra sem einnig talaði á ráðstefnunni lofaði að halda áfram að styðja við Royal Botanic Gardens með sama hætti og á síðasta ári næstu 9 mánuði.  Garðarnir eru eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna en voru reknir með um 5 milljóna punda halla en fjármagn til þeirra var minnkað um 1.5 milljónir punda fyrr á árinu.

Richard Deverell framkvæmdastjóri Kew sagðist fagna því að ríkisstjórnin viðurkenni að Royal Botanic Gardens séu mikilvægir og virði vinnuna sem þar er unnin.  Þessi fjármögnun mun aðstoða við að vinna að sjálfbærri þróun Kew.  Hins vegar mun hún ekki að fullu leysa hallann upp á 5 milljónir punda.

Því var fagnað þegar Glegg tilkynnti að haldið verði áfram að byggja göngustíg meðfram strönd Bretlands og eigi að vera lokið 2020 í stað 2030.  Margir voru hræddir um að verkefnið yrði tafið frekar.  Fjárfestingar í göngustígnum er ekki bara góð fyrir göngufólk því það hjálpar einnig við að draga nýtt líf í bæi og þorp meðfram ströndinni,  fjölgar ferðamönnum á svæðunum og bætir þannig staðbundinn efnahag svæðanna.  Göngustígurinn framlengir líka ströndina og eykur heilsu og vellíðan sagði Benedict Southwort forstjóri Ramblers.

Ráðstefnan þar sem samankomnir voru stjórnmálamenn frá öllum flokkum hlustaði á Barry Gardiner ráðherra umhverfis og fiskveiða lofa því að vernda skógsvæði og gera landeigendur ábyrga þannig að þeir vinni meira fyrir samfélagið í heild.  Árangur hefur náðst í þeim efnum varðandi stærri landeigendur allt frá árinu 1945.  Aðgengi almennings að landi hefur ekki leitt til skemmda eða eyðileggingar.  Aukið aðgengi fer einmitt saman við umhverfisstjórnun.

Fara á The Guardian hér