Kvikmynd um loftslagsbreytingar frumsýnd á netinu

Kvikmyndin Disruption var frumsýnd á netinu í gær.  Myndin fjallar um loftslagbreytingar í tilefni Loftslagsgöngunnar sem haldin verður síðar í mánuðinum í New York.  Myndin hefur það að markmiði að stuðla að vitundarvakningu í umhverfismálum og áhrif loftslagsbreytinga á lífríki jarðar.

Í kynningu myndarinnar segir „Við erum fyrsta kynslóðin sem kynnist loftslagsvandanum á eigin skinni og sú síðasta sem getur eitthvað gert í málunum“

Margar fréttir um rannsóknir í loftslagsmálum og áhrif þeirra á umhverfi okkar og líf hafa verið birtar hér á Umhverfisfréttum og er hægt að smella á flokkinn Loftslagsbreytingar hér til hægri á síðunni.