Vatnsborð við strendur Suðurskautsins hækkar hraðar

SuðurskautsísVGH | Bráðnun íss hækkar yfirborð sjávar við strendur Suðurskautsins samkvæmt nýrri skýrslu sem birtist í Nature Geoscience.  Nálægt ströndum hækkaði vatnsborð um 2mm meira á ári en almennt í Suðurhöfum á árbilinu 1992-2011.   Vísindamenn segja að bráðnun jökla og þynning íshellunnar sé að leggja til um 350 billjón tonn af vatni til sjávar árlega sem hækkar yfirborð.   Ferskvatn er ekki eins þungt og saltvatn þannig að búast má við hækkun sjávarborðs segir Dr. Craig Rye hjá Háskólanum í Southampton í Bretlandi, en hann er aðalhöfundur nýju skýrslunnar.  Í heiminum öllum er sjávarborð að hækka að hluta til vegna bráðnunar íss.  Nýja skýrslan er sú fyrsta sinnar tegundar sem sýnir greiningu á staðbundinni hækkun sjávarborðs við Suðurskautið sem hægt er að tengja beint til bráðnunar íss.  Gögn úr gervitunglum benda til að almenn hækkun í Suðurhöfum sé um 2.4mm.

Líkön vísindateymis Dr. Rye benda til þess að þessa 2mm megi rekja beint til bráðnunar ferskvatns frá Suðurskautinu, ekki til loftslagsbreytinga.  Við getum metið magn sem berst vegna vinda og það er mjög ólíklegt að það sé orsök á þessu svæði segir Dr. Rye.  Nýlegar gervihnattarannsóknir hafa undirstrikað aukningu á bráðnun íss á Suðurskautinu, en mesta bráðnunin á sér stað vestarlega, sér í lagi við Amundsensjó.

Burt frá ís af landi þá breiðist nú hafísinn töluvert út.  Næsta skref er nú að rannsaka og finna út hvað nákvæmlega veldur því.  Það er mjög áhugaverð spurning sem ég hef áhuga á að rannsaka frekar segir Dr. Rye.

Fara á BBC hér