Gróðurhúsalofttegundir aldrei aukist hraðar síðan 1984

WMOKolefni í andrúmslofti náði nýjum hæðum árið 2013.  Kolefnisdíoxíð í andrúmslofti jókst hraðast á milli áranna 2012 -2013 og hefur ekki aukist svona mikið síðan 1984.  WMO (World Meteorological Organisation) segir þetta sýna þörfina á nýjum loftslagssamningi.  Orkumálaráðherra Bretlands Ed Davey hefur hins vegar efasemdir um að slíkur samningur verði lagalega bindandi þegar kemur að minnkun losunar.  Árlegar tölur WMO innihalda ekki mælingar útblásturs frá orkuverum en hins vegar segja þær til um hve mikið er af gróðurhúsalofttegundum í sjálfu andrúmsloftinu út frá samspili lofts, lands og sjávar.

Mögulega er lífhvolf jarðarinnar að ná takmörkum sínum en ekki er hægt að segja til um það að svo stöddu.  Um helmingur af öllum útblástri taka höfin til sín, tré og aðrar lífverur.  Árið 2013 náði heimsmeðaltal af kolefnisdíoxíð upp í 396 milljónustu hluta sem er aukning um 3 milljónustu hluta, miðað við árin á undan.  Mælingar á gróðurhúsalofttegundum sýna svart á hvítu að aukningin er langt frá því að minnka og jókst samkvæmt þessu á síðasta ári og hefur aldrei aukist hraðar á síðustu 30 árum segir Michel Jarraud hjá WMO.  Við verðum að snúa þessu ferli við og reyna að minnka útblástur kolefnis og annarra gróðurhúsalofttegunda segir hann, því við erum að falla á tíma.  Kolefni í andrúmslofti er nú um 142% af því magni sem var árið 1750 þ.e. fyrir iðnvæðingu. Hins vegar virðist heimsmeðaltal hitastigs ekki hafa hækkað miðað við aukningu á kolefni og því segja margir nú að hnattræn hlýnun sé í pásu.

Loftslagskerfin okkar eru ekki línuleg og ekkert víst að það endurspegli endilega hitastig í andrúmslofti.  Ef hins vegar er skoðað hitastig í höfunum þá virðist hitinn vera þar segir Oksana Tarasove yfirmaður rannsóknardeildar andrúmslofts hjá WMO.

Auknar áhyggjur
Ný skýrsla bendir til þess að aukningin árið 2013 sé ekki eingöngu vegna aukins útblásturs heldur einnig minnkunar á upptöku lífhvolfs jarðar á kolefni.  Vísindamenn WMO segja úr vöndu að ráða yfir þessari þróun.  Þetta gerðist síðast árið 1998 þegar miklir brunar urðu í heiminum ásamt áhrifum frá El Nino.  Það sem gerist hins vegar árið 2013 er erfitt að skýra svo það veldur mönnum áhyggjum segir Oksana Tarasova.  Við skiljum ekki hvort þetta er eitthvað tímabundið eða eitthvað sem er komið til að vera og það er áhyggjuefni.  Mögulega er ástæðan sú að lífhvolfið er hætt að taka við en það er ekki hægt að vera viss í augnablikinu.

Gögn WMO benda til þess að á milli 1990-2013 hafi áhrif hlýnunar verið um 34% á loftslag vegna kolefnisdíoxíð og annarra gastegunda eins og metan og nitur sem virðast geymast langan tíma í andrúmsloftinu.  Í fyrsta sinn benda gögnin til þess að súrnun sjávar orsakist af kolefnisdíoxíð.  Samvkæmt WMO taka höfin alla daga ársins til sín um 4 kg af kolefni pr.manneskju í heiminum.  Þegar kemur að andrúmslofti og höfum þá er orðin veruleg þörf á því að stjórnmálamenn taki á þessu vandamáli segir Michel Jarraud.  Við höfum þekkinguna og við höfum tækin til að framkvæma og halda þannig hækkun hitastigs undir 2 C og gefa þannig plánetunni okkar tækifæri og ekki síst börnum og barnabörnum framtíðarinnar segir hann.  Það að láta kyrrt liggja er ekki lengur afsökun.

Vegurinn til París
Pólitískir leiðtogar heims hittast í New York þann 23.september næstkomandi á fundi sem Sameinuðu þjóðirnar og Ban Ki-moon hafa kallað til.  Vonir standa til þess að fundurinn muni hvetja pólitíska leiðtoga heims til þess að setjast að samningaborðinu og ná niðurstöðu um ný viðmið í loftslagsmálum fyrir enda ársins 2015 en lagalegi hlutinn er ennþá til umræðu.  Orkumálaráðherra Breta Ed Davey hefur sagt að ríkisstjórn Bretlands stefni á samning um markmið í París fyrir lok næsta árs.  Lagt hefur verið áhersla á það að samningurinn verði  lagalega bindandi en Davey hefur efasemdir um það þegar kemur að minnkun útblásturs..  Við viljum meina að grunnur samningsins sé lagalega bindandi þegar kemur að mælingum, vöktun og þess háttar og höfum lagt áherslu á það en það er ljóst að mörg ríki eiga í erfiðleikum með slíkt.  Þetta fer auðvitað allt eftir því hvað er talið með.  Davey segir að náist samningur í París muni það takmarka áhrif vegna hækkunar hitastigs í heiminum og muni koma af stað mikilli bylgju í framleiðslu og notkun orku sem er umhverfisvænni.

Fara á BBC hér