Borgarstjóri London ræðst gegn díselbílum – vorkennir fólki sem talið var trú um að bílarnir væru umhverfisvænir

Boris JohnsonVGH | Með því að borga eigendum 2.000 pund ef þeir skipta úr dísel yfir á umhverfisvænni bíla mætti fjarlægja yfir 150.000 mengandi bíla af götum London segir borgarstjórinn.

Borgarstjóri London Boris Johnson ræðir nú um að berjast gegn loftgæðum.  Hann hefur sagt að ætlunin sé að minnka loftmengun með því að borga eigendum díselbíla allt að 2.000 pund ef þeir skipta yfir í umhverfisvænni bíla en áætlunin gæti kostað allt að 300 milljónir punda.  Í staðinn yrðu 150.000 mengandi díselbílar fjarlægðir af götum London.  Ræddi hann áætlun sína við ráðherra á miðvikudag aðeins mánuði eftir að birtar voru tölur sem sýndu að Oxford Street hefði hæstu gildi nítrogenoxíð (NO2) í andrúmslofti.  Borgarstjórinn segist finna til með fólki sem hafi verið platað í að kaupa sér díselbíla í þeirri trú að þeir væru umhverfisvænir.  Útblástur frá dísel er mjög slæmur fyrir loftmengun vegna agnanna sem frá honum kemur.  Þessar agnir hafa nú verið tengdar við fjölda ótímabærra dauðsfalla.  Díselbílar hafa verið talaðir upp sem bílar sem eyði minna en bensín og losi minna kolefni og nú er svo komið að þeir eru um helmingur af nýjum bílum.  Johnson sagði við umhverfisnefndina að hægt væri að breyta þessu með áætlun um að borga fólki sem hefði pantað díselbíla 1.000-2.000 pund fyrir að kaupa þá ekki.   Ég finn beinlínis til með fólki sem hefur verið talað inn á það að kaupa díselbíla.

Það þurfa allir að hafa það í huga að þessi stefna hefur verið algjör mistök og milljónir manna voru látnar trúa því að þau væru að gera hið rétta og kaupa umhverfisvæna bíla með því að velja dísel.  Nú er eðlilegt að þeim finnist þetta vera svik og þeim sagt að bílarnir þeirra mengi meira en aðrir.  Áætlun Johnson mun kosta í kringum 300 milljónir punda en á móti mun hún fjarlægja 150.000-300.000 díselbíla af götum borgarinnar.  Skrifstofa borgarstjóra birti áætlun sína um díselbíla og sagðist borga 1.000-2.000 pund til þeirra sem eiga mest mengandi bílana sem eru meira en 12 ára gamlir.

Það hefur verið metið að 4.300 manns deyja ótímabærum dauða á hverju ári vegna slæmra loftgæða í London og í öðrum borgum á Suður Englandi og í Wales.  Mengunin var sérstaklega slæm í sumar en þá þurfti fólk með viðkvæm öndunarfæri að halda sig innandyra.  Johnson segir að ef Bretland eigi að ná að fara eftir evrópskum lögum um loftmengun sem innleidd voru árið 2010 og hafa verið í fullu gildi síðan þá þurfi London meiri fjárstuðning frá ríkinu.  Það er hægt að gera heilmikið í þessum málum með því að örfa markaðinn með bíla sem hafa minni kolefnisútblastur segir hann.  London mun samkvæmt öllu ekki geta náð þeim mörkum sem Evrópusambandið setur um NO2 mengun fyrr en árið 2030.   Johnson mistókst að fjölga rafbílum samkvæmt áætlun 2009 en fjölga átti þeim um 25.000 fyrir árið 2015 en aðeins fjölgaði um 1.400.  Johnson kennir markaðnum um.  Raunveruleikinn er sá segir hann að markaðurinn hefur ekki þróast með þeim hætti sem vonir stóðu til.  Því miður hafa rafbílar ekki þótt nógu öryggir þegar kemur að lengri leiðum þar sem aðeins er hægt að keyra þá ákveðið langt á hverri hleðslu.  Það þarf að koma upp stöðvum og umhverfi sem styður við rafbíla.

Fara á The Guardian hér